Börn og menning - 2024, Qupperneq 16

Börn og menning - 2024, Qupperneq 16
14 b&m Alla 19. öld var þó lítið um útgáfu barnabóka, bæði frumsaminna og þýddra, og íslensk börn lásu bækur ætlaðar fullorðnum. Sterk krafa var um aðlögun texta að því sem tíðkaðist í viðtökumenningunni. Persónur og staðir fengu ný nöfn í þýðingum og þeim atriðum í frumtextanum sem þóttu of fram- andi var einfaldlega sleppt til að fella lestrarupp- lifunina snurðulaust inn í það sem þekktist fyrir (Dagný Kristjánsdóttir, 2005). Þegar kom fram á tuttugustu öld og búseta Íslend- inga færðist í meiri mæli í þéttbýli skapaðist þörf á að hafa ofan af fyrir börnum. Þar með varð til mark- aður fyrir sérstakar barnabækur og þýðingar jukust. Bækurnar sem þá komu út höfðu flestar það skýra hlutverk að innræta börnunum hlýðni og æskilega hegðun. Mikil fortíðarþrá einkenndi þessar bækur og oft var látið í það skína að hið eina rétta væri að búa uppi í sveit í bændasamfélaginu gamla, enda þótt það væri nánast liðið undir lok (Silja Aðal- steinsdóttir, 1999). Útgáfan eflist Það er ekki fyrr en á stríðsárunum að barnabókaút- gáfa á Íslandi kemst í gang fyrir alvöru. Fram að því hafði ákveðið jafnvægi ríkt í útgáfunni milli þýddra og frumsaminna bóka en nú urðu þýddar bækur langtum fleiri en þær íslensku, eða tvöfalt og allt upp í þrefalt fleiri. Ástæðan var líklega skemmtigildið, því að stóri munurinn á íslensku barnabókunum og hinum þýddu var að þær síðarnefndu voru einkum afþreyingarbækur og ævintýri (Silja Aðalsteinsdóttir, 1999). Mikið barst af bókum frá Skandinavíu og þar voru fremstar í flokki bækur Astrid Lindgren. Þýðingar úr ensku voru orðnar meira áberandi um þetta leyti en áður hafði verið, og skýringin gæti að einhverju leyti verið sú að Ísland var hernumið af Bretum og síðar Bandaríkjamönnum. Íslenskir barnabókahöfundar tóku að keppa við þýðingarnar og skrifa innlendar spennusögur og sambærilega létta afþreyingu. (Dagný Kristjánsdóttir, 2005). Þegar skandinavíska sósíalraunsæisbylgjan barst til Íslands á áttunda áratugnum gjörbreyttist ásýnd barnabókamarkaðarins í nánast einni svipan (Silja Aðalsteinsdóttir, 1999). Hraðar breytingar í þjóð- félaginu ollu því að umfjöllunarefni íslenskra barna- bóka – sveitin og lífið þar – féllu síður í kramið hjá öllum borgarbörnunum sem nú fjölgaði hratt. Þýddar bækur frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku, þar sem lífið í borginni var í forgrunni, töluðu hins vegar beint inn í reynsluheim íslenskra barna. Það er svo um 1980 sem þýðingum á sænskum mynda- bókum fyrir smábörn fjölgar stórlega, t.d. með bók- unum um Emmu og svo auðvitað Einar Áskel. Þýddar metsölubækur úr ensku Útgáfa íslenskra barnabóka tekur að aukast jafnt og þétt á tíunda áratugnum og mikið af frumsömdu efni í boði fyrir bókelsk börn. Á því tímabili eru þýðingar á norrænum barna- og unglingabókum enn ráðandi. Um aldamótin verður hins vegar sú breyting á að bækurnar um Harry Potter, svo og aðrar fantasíubókmenntir þýddar úr ensku, taka yfir íslenska barnabókamarkaðinn eins og annars staðar á Norðurlöndum. Metsölubækur frá enska málsvæðinu verða nær einráðar og erfiðara verður að koma út bókum sem ekki hafa náð heimsfrægð. Bækur hinnar norsku Anne-Cath. Vestly nutu vinsælda meðal íslenskra barna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.