Börn og menning - 2024, Blaðsíða 22

Börn og menning - 2024, Blaðsíða 22
20 b&m Kannski vilja ekki mörg á markaðnum vera eins og mús?) Og þau eru sannarlega mörg stödd á mark- aðnum –  „venjulegt“ fólk að gera venjulega hluti, dýr að gera óvenjulega og mannlega hluti (mörgæs með svarta skjalatösku) og í ofanálag birtast þarna margar frægar sögupersónur úr teiknimyndasögum síðustu áratuga; sumar blasa við, til dæmis skeggj- aður Tinni með vin sinn Tobba og félagarnir Ash Ketchum og Peekachoo úr Pokémon, en aðrar eru faldar vel í bakgrunninum, eins og Guffi með bagu- ette undir hendinni. Köttur er vel skilgreindur „vondikall“ sögunnar og hann er svo mikill vondikall að lesandinn veit strax að hann mun aldrei eiga séns í hetjur sögunnar, þá Mús og Kisa. Ef grannt er skoðað er Köttur líka alltaf skammt undan, í felum nánast á hverri einustu blaðsíðu, og því er örugglega gaman að lesa þessa bók með börnum í yngri kantinum sem hafa unun af því að þjálfa athyglisgáfuna. Þýðingin flæðir í heildina vel, en þó stungu nokkur atriði í augu. Eitt dæmi er upphafssetningin „Mús sat úti í garði og prjónaði húfur.“ Á myndinni er Mús staddur í almenningsgarði og mín máltilfinning segir að orðalagið „úti í garði“ eigi við þegar maður er staddur í garði sem tilheyrir íbúðarhúsnæði … ekki í almenningsgarði á borð við t.d. Hljómskála- garð. Þegar Mús og Kisi taka til við að smíða sér hús byrja þeir einnig „að saga og hamra … “ og þar hefði líklega farið betur á því að nota orðið „negla“. Þetta eru ekki einu dæmin, og ekkert dæmanna er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.