Börn og menning - 2024, Síða 22

Börn og menning - 2024, Síða 22
20 b&m Kannski vilja ekki mörg á markaðnum vera eins og mús?) Og þau eru sannarlega mörg stödd á mark- aðnum –  „venjulegt“ fólk að gera venjulega hluti, dýr að gera óvenjulega og mannlega hluti (mörgæs með svarta skjalatösku) og í ofanálag birtast þarna margar frægar sögupersónur úr teiknimyndasögum síðustu áratuga; sumar blasa við, til dæmis skeggj- aður Tinni með vin sinn Tobba og félagarnir Ash Ketchum og Peekachoo úr Pokémon, en aðrar eru faldar vel í bakgrunninum, eins og Guffi með bagu- ette undir hendinni. Köttur er vel skilgreindur „vondikall“ sögunnar og hann er svo mikill vondikall að lesandinn veit strax að hann mun aldrei eiga séns í hetjur sögunnar, þá Mús og Kisa. Ef grannt er skoðað er Köttur líka alltaf skammt undan, í felum nánast á hverri einustu blaðsíðu, og því er örugglega gaman að lesa þessa bók með börnum í yngri kantinum sem hafa unun af því að þjálfa athyglisgáfuna. Þýðingin flæðir í heildina vel, en þó stungu nokkur atriði í augu. Eitt dæmi er upphafssetningin „Mús sat úti í garði og prjónaði húfur.“ Á myndinni er Mús staddur í almenningsgarði og mín máltilfinning segir að orðalagið „úti í garði“ eigi við þegar maður er staddur í garði sem tilheyrir íbúðarhúsnæði … ekki í almenningsgarði á borð við t.d. Hljómskála- garð. Þegar Mús og Kisi taka til við að smíða sér hús byrja þeir einnig „að saga og hamra … “ og þar hefði líklega farið betur á því að nota orðið „negla“. Þetta eru ekki einu dæmin, og ekkert dæmanna er

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.