Börn og menning - 2024, Síða 24

Börn og menning - 2024, Síða 24
22 b&m MORRAN, TOGGI OG TIKKATÚ: Í MÚMÍNDAL af kynusla Erla Elíasdóttir Völudóttir Bækur hinnar finnlandssænsku Tove Jansson um múmínálfana eiga nokkuð langa og fjölbreytta sögu hér á landi. Kaflabækurnar um múmínsnáðann, Míu litlu og félaga eru níu talsins en sú fyrsta birtist á frummálinu árið 1945. Árið 1956 gaf Jansson svo þrjár af fyrstu bókunum út í nýrri og endurskoðaðri útgáfu, þar á meðal Pípuhatt galdrakarlsins, sem varð fyrsta múmínbókin til að koma út á íslensku hjá Erni og Örlygi 13 árum síðar í þýðingu Steinunnar S. Briem. Sögunum um múmínálfana virðist hafa verið vel tekið frá upphafi af íslenskum lesendum. Í des- ember 1968 var sagt frá því í pistli um jólabóka- sölu í Tímanum að Pípuhattur galdrakarlsins, sem þá var nýútkomin, væri ein af mest seldu barnabók- unum um þær mundir. Bókin hafði verið töluvert auglýst í dagblöðum og jafnan tiltekið að Jansson, sem þá var óþekkt hér á landi, hefði hlotið hin virtu H.C. Andersen-verðlaun. Fyrr í desembermánuði sama ár hafði einnig birst dómur um bókina eftir Sigurð Hauk Guðjónsson í jólablaði Tímans. Þar er þýðandanum sérstaklega hrósað og lofsorði lokið á sögu og myndir Jansson. Árið 1980 voru svo sýndir pólskir teiknimyndaþættir um múmínálfana í ríkis- sjónvarpinu, byggðir á Pípuhatti galdrakarlsins. Börn sem horfðu á íslenskt sjónvarp á tíunda áratugnum ættu líka að muna eftir japönsku teiknimyndunum sem gerðar voru eftir sögunum en stuttar bækur með myndum úr þáttunum komu út á íslensku um svipað leyti. Þýðingar þessara bóka og sjónvarpsþátta virðast hafa verið byggðar á upphaflegum þýðingum Stein- unnar Briem og bera múmínálfarnir og vinir þeirra sömu nöfn og í texta Steinunnar í langflestum til- vikum. Áberandi undantekningu er þó að finna í stuttu myndabókinni Vetur í Múmíndal, sem Guð- rún S. Gísladóttir þýddi fyrir Mál og menningu 1992, en þar kemur við sögu náungi að nafni Toggi. Í þýðingum Steinunnar heitir Toggi Tikkatú og er vísað til hennar í kvenkyni. Samanburður leiðir í ljós að útgáfa Steinunnar er trú frumtexta Jansson, bæði hvað snertir kyn og nafn persónunnar, og at- hyglisvert í því ljósi að kyni og nafni einnar persónu hafi verið breytt í annarri þýðingu mörgum árum síðar.

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.