Börn og menning - 2024, Blaðsíða 24

Börn og menning - 2024, Blaðsíða 24
22 b&m MORRAN, TOGGI OG TIKKATÚ: Í MÚMÍNDAL af kynusla Erla Elíasdóttir Völudóttir Bækur hinnar finnlandssænsku Tove Jansson um múmínálfana eiga nokkuð langa og fjölbreytta sögu hér á landi. Kaflabækurnar um múmínsnáðann, Míu litlu og félaga eru níu talsins en sú fyrsta birtist á frummálinu árið 1945. Árið 1956 gaf Jansson svo þrjár af fyrstu bókunum út í nýrri og endurskoðaðri útgáfu, þar á meðal Pípuhatt galdrakarlsins, sem varð fyrsta múmínbókin til að koma út á íslensku hjá Erni og Örlygi 13 árum síðar í þýðingu Steinunnar S. Briem. Sögunum um múmínálfana virðist hafa verið vel tekið frá upphafi af íslenskum lesendum. Í des- ember 1968 var sagt frá því í pistli um jólabóka- sölu í Tímanum að Pípuhattur galdrakarlsins, sem þá var nýútkomin, væri ein af mest seldu barnabók- unum um þær mundir. Bókin hafði verið töluvert auglýst í dagblöðum og jafnan tiltekið að Jansson, sem þá var óþekkt hér á landi, hefði hlotið hin virtu H.C. Andersen-verðlaun. Fyrr í desembermánuði sama ár hafði einnig birst dómur um bókina eftir Sigurð Hauk Guðjónsson í jólablaði Tímans. Þar er þýðandanum sérstaklega hrósað og lofsorði lokið á sögu og myndir Jansson. Árið 1980 voru svo sýndir pólskir teiknimyndaþættir um múmínálfana í ríkis- sjónvarpinu, byggðir á Pípuhatti galdrakarlsins. Börn sem horfðu á íslenskt sjónvarp á tíunda áratugnum ættu líka að muna eftir japönsku teiknimyndunum sem gerðar voru eftir sögunum en stuttar bækur með myndum úr þáttunum komu út á íslensku um svipað leyti. Þýðingar þessara bóka og sjónvarpsþátta virðast hafa verið byggðar á upphaflegum þýðingum Stein- unnar Briem og bera múmínálfarnir og vinir þeirra sömu nöfn og í texta Steinunnar í langflestum til- vikum. Áberandi undantekningu er þó að finna í stuttu myndabókinni Vetur í Múmíndal, sem Guð- rún S. Gísladóttir þýddi fyrir Mál og menningu 1992, en þar kemur við sögu náungi að nafni Toggi. Í þýðingum Steinunnar heitir Toggi Tikkatú og er vísað til hennar í kvenkyni. Samanburður leiðir í ljós að útgáfa Steinunnar er trú frumtexta Jansson, bæði hvað snertir kyn og nafn persónunnar, og at- hyglisvert í því ljósi að kyni og nafni einnar persónu hafi verið breytt í annarri þýðingu mörgum árum síðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.