Börn og menning - 2024, Síða 47

Börn og menning - 2024, Síða 47
45 b&m RÝMI FYRIR ALLS KYNS TILFINNINGAR BÓKARÝNI Líflegt samspil texta og mynda Bókin um Pómeló og líf hans undir biðukollunni fellur vel að þörfum yngstu lesandanna. Á yfirborð- inu er sagan einföld, en eins og gagnrýnandi sann- reyndi með kvöldlestri fyrir tveggja og sex ára getur hún einnig skemmt eldri börnum og kveikt alls kyns umræður. Litríkum og líflegum myndunum er látið eftir að segja ýmislegt sem ekki kemur skýrt fram í knöppum textanum og undir einföldu yfir- borði búa textatengsl við aðrar barnabókmenntir og ýmis tilefni til heimspekilegra vangaveltna. Hinn rauði þráður textans eru tilfinningar og líðan Pómelós, sem lýst er fallega og blátt áfram. Í fyrsta hluta bókar- innar er vellíðan í forgrunni, í öðrum hlutanum ótti og í þeim þriðja og síðasta er sjónum beint að því sem gleður Pómeló og skemmtir honum. Eins og fram kemur af bókartitlinum líður Pó- meló vel undir biðukollunni sinni, en stundum er hann líka hræddur þar. Höfundar bregða upp lif- andi myndum af því sem gleður Pómeló eða veldur honum kvíða og ótta, án þess þó að leitað sé lausna eða leiða til að komast hjá kvíðavaldandi aðstæðum, og undirstrikað hvernig jafnvel einar og sömu að- stæðurnar geta vakið gerólíkar tilfinningar – allt eftir hugarástandi þess sem upplifir þær. Pómeló © Benjamin Chaud

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.