Börn og menning - 2024, Blaðsíða 52

Börn og menning - 2024, Blaðsíða 52
50 b&m efni og alþjóðlegt. Fylgst er með öllum rannsóknum sem aðrar þjóðir sinna á þessu sviði. Afa og ömmu-safnið Þetta sérstaka safn var stofnað 1993 og alls leggja um 170 aðilar til fé til að halda uppi starfsemi þess. Þessi hópur, sem samanstendur af sjálfboðaliðum sem skapa þennan vettvang og afla fjár til starfsemi hans, ræður því hvaða bækur eru keyptar í Afa og ömmu-safnið og að sjálfsögðu verða þá fyrir valinu bækur sem voru í uppáhaldi hjá eldri kynslóðinni. Á þennan hátt er kominn vettvangur til að tengja saman kynslóðirnar. Myndlist Safnið tekur til varðveislu myndskreytingar og myndasögur sem út koma í Finnlandi. Þetta dýr- mæta og sérstaka safn telur nú 4500 frumgerðir mynda sem birst hafa í finnskum barnabókum. Þessar myndir eru mjög eftirsóttar til sýninga og hægt að fá þær lánaðar til þess. Allar eru þær að- gengilegar á vef safnsins og því auðvelt að raða þeim saman í sýningar sem síðan eru settar upp. Sem hliðarverkefni hafa svo verið gefin út póstkort með þessum myndum sem höfð eru til sölu. Vefsetur Safnið býður upp á vefsetur með heimildaskrám með mjög fjölbreyttum leitarmöguleikum, ná- kvæmum efnislýsingum og skilgreiningum sem gerir kennurum og öðrum sem vinna með börnum auðvelt að finna efni sem hentar hverjum og einum. Skrá yfir viðburði Á vefsíðu safnsins má finna upplýsingar um alls kyns viðburði sem eru á döfinni í mismunandi söfnum og skólum í landinu, auk hugmyndabanka um sýn- ingar og annað sem getur hvatt börn til lesturs og um leið auðveldað kennurum og öðrum sem vinna með börnum að finna skemmtilegar hugmyndir sem hægt er að nota í kennslu. Kennsla og námskeið Á vegum stofnunarinnar eru haldin námskeið um barnamenningu og kynningar á efni eða höfundum. Stofnunin skipuleggur ýmiss konar viðburði, ým- ist á eigin vegum eða í samstarfi við aðra, og getur þannig unnið með t.d. kennurum eða foreldrum sem eiga ung börn. Námskeið eru haldin í sam- vinnu við aðrar stofnanir og jafnvel veittar gráður eða diplómur fyrir þau sem hafa sótt vissan fjölda námskeiða. Útgáfa Stofnunin gefur út sitt eigið tímarit með því skemmtilega nafni ONNIMANNI. Í því birtast umsagnir um barnabækur, en einnig ýmislegt rann- sóknarefni sem unnið er af starfsfólki safnsins og verkefni unnin af nemendum, meðal annars í bók- menntafræði, auk hugmynda kennara um lestrar- hvetjandi verkefni sem hafa virkað vel. Tímaritið Onnimanni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.