Skógræktarritið - 15.10.2010, Page 10

Skógræktarritið - 15.10.2010, Page 10
9SKÓGRÆKTARRITIÐ 2010 Upp, þúsund ára þjóð, með þúsund radda ljóð. Upp allt, sem er og hrærist og allt, sem lífi nærist. Upp, harpa Guðs, þú heimur. Upp, haf og landageimur. Skín, sól, á sumarfjöll, og signdu vatnaföll, breið geisla guðvefsklæði á grundir, skóg og flæði, gjör fjöll að kristallskirkjum og kór úr bjarga virkjum. Það er sem þjóðskáldið Matthías Jochumsson sé sér- staklega að lýsa Þingvöllum, þar sem liggja dýpstu rætur þjóðarsögu, kristni og menningar, þegar hann yrkir svo í sálmi, er flytur áþekk fagnaðarstef og lof- söngur hans, ,,Ó, Guð vors lands“, sem varð þjóð- söngur Íslendinga. Hann kallar þjóðlíf og lífríki til lofgjörðar í heimshörpu Guðs í fagurri einingu, svo að sól signi sumarfjöll og breiði geisla guðvefsklæða á grundir, skóg og flæði og fjöll verði að kristals- kirkjum og kór úr bjarga virkjum. Skógrækt setur mark sitt á land og umhverfi og hefur víðtæk áhrif á lífsfarnað og gæfu. Tré eru lífsundur sem tengja jörð við himin. Jesús Kristur líkir sér enda við trjástofn, er hann segir: ,, Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar,“ sem þarf þó að hirða vel og hreinsa svo að lífsveigur hans streymi vel um þær. Stofnun Skógræktarfélags Íslands á Alþingishá- tíðinni 1930, í Furulundi, þar sem skógrækt hófst hér á landi við aldamót þrjátíu og einu ári fyrr, er dýrmætur þáttur í sögu Þingvalla og íslenskrar þjóðar. Gróskumikið starf félagsins er táknmynd um þá Guðsblessun og grómögn er héðan berast inn í hjörtu þjóðar, menningu hennar og sögu. Sú mynd sýnir að uppbygging og ræktun lands og lýðs sækja sér þrótt í ættjarðarást og lífsvirðingu, er nærast af uppsprettulindum lífgandi trúar sem á Þingvöllum var lögtekin af lýði. Með þá mynd í huga fer ég með bæn í Jesú nafni og færi með henni fyrir hönd ís- lenskrar kristni og kirkju Skógræktarfélagi Íslands heillaóskir á 8o ára afmæli þess: Himneski faðir. Þökk fyrir Þingvelli og dýrmæta sögu þeirra. Blessa þá sem þjóðarhelgidóm með kristalskirkjum fjalla og kór úr bjarga virkjum. Þökk fyrir gró- anda sumars, orð þitt og anda sem gefa og næra lífið. Þökk fyrir Furulund og aðra gróðurreiti, tré og skóga landsins, sem minna á að líf nærist bæði af krafti jarðar og himinljósi. Þökk fyrir uppbygg- ingar- og skógræktarstörfin, er gagnast lífi og gleðja það. Þökk fyrir Skógræktarfélag Íslands og einstök skógræktarfélög sem tengjast því. Þökk fyrir 80 ára sögu þess, er sýnir góðan árangur af hugsjónum og fórnfúsum verkum stofnenda þess og frumherja, og einurð, dug og dáðir þeirra, sem á eftir fylgdu og sáu bjarta drauma rætast um vaxandi skóga og trjá- lundi, er græða og fegra landið. Blessa þau, sem nú halda uppi merkjum félagsins og marka stefnu þess. Gef að blessun þín fylgi áformum þeirra og gjörðum, svo að ræktunarstörfin séu árangursrík og útivistar- og yndiskógum fjölgi á landinu og styrki lífsrætur og miðli helgri návist þinni. Forða háska og ógnum sem steðja að gróðurvinjum og lífríki sökum trúar- skorts og lífsvirðingarleysis. Gef að íslensk þjóð sæki sér þrótt til endurreisnar eftir efnahagsáföll og raunir með því rækta skóga og græða upp landið og hlúa vel að trúar- og menningararfi sínum og beri þér í Jesú nafni gróskumiklar greinar á blómgandi þjóðarmeiði. Kom, Jesú Kristí trú, kom, kom og í oss bú, kom, sterki kærleiks kraftur, þú kveikir dáið aftur. Ein trú, eitt ljós, einn andi í einu fósturlandi. Guð faðir, lífs vors líf, þú lands vors eilíf hlíf, sjá, í þér erum, hrærumst, og af þér lifum, nærumst, þú telur minnstu tárin og tímans þúsund árin. Matthías Jochumsson

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.