Skógræktarritið - 15.10.2010, Qupperneq 13

Skógræktarritið - 15.10.2010, Qupperneq 13
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201012 Íslensku skógræktarmenn Þorsteinn Pálsson „Hér hefur steinninn mannamál og moldin sál.“ Þannig skynjaði þjóðskáldið Davíð Stefánsson Þing- velli, þennan stað, sem kynslóðir Íslendinga hafa gert að helgum reit hjartans; og við, hvert fyrir sig og öll saman, virðum umfram aðra á þeirri móðurjörð sem fóstrar okkur í blíðu og stríðu. Þennan helga stað, þar sem við nú stöndum, völdu þeir framsýnu og þjóðhollu landar okkar sem höfðu forgöngu um stofnun Skógræktarfélags Íslands fyrir átta tugum ára. Það var vel hugsað. Hitt er þó ekki minna um vert að þann dag var hugsað stórt. Þann dag var sjónum beint til langrar framtíðar. Þetta var á öðrum degi þeirrar miklu hátíðar þegar þjóðin fagnaði tíu alda sögu Alþingis Íslendinga. Heimildir herma að margur hafi vaknað með hroll nokkurn í tjaldi sínu hér á völlunum föstudagsmorg- uninn 27. júní 1930. En þegar menn gægðust út var komið blíðuveður eftir hretið kvöldið áður. „Heil sjá in fjölnýta fold.“ voru ávarpsorð Bene- dikts Sveinssonar forseta neðri deildar Alþingis þeg- ar hann mælti fyrir minni Íslands á Lögbergi þennan morgun. Í þessum ávarpsorðum fólst ekki einasta skírskot- un til fornra bókmennta þjóðarinnar. Þau táknuðu umfram allt annað virðingu fyrir feðrastorðinni, landinu, gögnum þess og gæðum. En ef til vill voru þau einnig áminning um þá miklu og fjölþættu nytsemi sem við höfum af landinu og skyldur okkar við það. Þær skyldur eru ævarandi og hvíla á herðum sér- hvers manns sem hér lifir og starfar. Það var ræktarsemin við þær skyldur sem kallaði menn saman hér við Furulundinn að kveldi þessa dags til að stofna félagsskap til sóknar og varnar fyrir skógrækt á Íslandi. Hér höfðu danskir frumkvöðlar meir en þremur áratugum áður stungið niður fyrstu vísum að barr- trjám í landinu. Hér voru íslensk lög sögð fram í fyrsta sinn. Hér tóku Íslendingar við kristnum sið. Hér hófst íslensk skógrækt. Hver þessara þriggja meiða í íslenskri sögu hefur sitt gildi. Mönnum kann ef til vill að finnast að einn meiður sé meiri en annar. Og það má rétt vera. Hitt er engin tilviljun að þeir eiga allir rætur hér á þessum stað. Þegar menn höfðu stofnað Skógræktarfélag Ís- lands hófst hið fjörugasta þjóðlíf á hátíðarsvæðinu. Samtímafrásagnir segja að Íslendingar hafi þá verið þjóð sem var að skemmta sér, þjóð á hátíð, þjóð án ágreiningsmála, sátt og samlynd, glöð og reif. Þessi þjóð hefur að sönnu átt margar stundir í sátt og samlyndi og án ágreiningsmála. Þeir tímar hafa líka komið að samlyndið hefur verið grátt og ágrein- ingsmálin mörg. Síðustu misseri hafa verið tími sundurlyndis, tor- tryggni og upplausnar í samfélagi okkar Íslendinga. Þar á sýnist ekki vera neitt lát. Einmitt þegar svo stendur á er gott að eiga félög skógræktarmanna um land allt og Skógræktarfélag Íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.