Skógræktarritið - 15.10.2010, Síða 14

Skógræktarritið - 15.10.2010, Síða 14
13SKÓGRÆKTARRITIÐ 2010 Það segir okkur að minnsta kosti þá sögu að enn er margur bindingurinn í þjóðfélagsgerðinni, sem ekki hefur rifnað eða brostið. Þegar skógræktarmenn koma hér saman á Þing- völlum í dag mega þeir vera fullir meðvitundar um að starf þeirra hefur því meira gildi sem lausungin er meiri á öðrum sviðum þjóðlífsins. Sú gildiseinkunn er ekki fólgin í fyrirferð eða stórum orðum. Í dag eru áhrif manna og samtaka þeirra þó helst mæld í upphrópunum. Á þann mælikvarða er Skógræktarfélag Íslands ekki tengt þeim kröftum sem helst hreyfa til hluti í samtímanum. Skógræktarstarfið er að sönnu hversdagslegt jarð- ræktarpuð. Það getur bæði verið hressandi og lýj- andi eins og hvert annað verk sem unnið er. Hinu má þó aldrei gleyma að skógræktin er hug- sjón sem er vígð hér á þessum stað með þeim æðstu draumum og markmiðum sem þjóðin á. Það er hugsjón að klæða landið. Sú hugsjón á stundum í vök að verjast. Plöntuaðskilnaðarstefnan hefur sótt í sig veðrið eftir því sem kynþáttaaðskilnaður í mannlegu samfé- lagi hefur horfið á vit sögunnar. Jafnvel Furulundurinn hér væri ekki óhultur ef ekki nyti við þeirra sem skilja og meta það hugsjóna- starf sem hér á helgan reit, ef ekki væri félagsskapur í sókn og vörn fyrir skógrækt í landinu. Skógrækt rímar illa við þá óþolinmæði og það hviklyndi sem einkennir þjóðlífið öðru fremur nú um stundir. Hún er þvert á móti verkefni staðfestu, þolinmæði og framsýni. Ef til vill er íslensk skógrækt þó öðru fremur við- fangsefni þrautseigjunnar. Hvern lærdóm má draga af starfsemi Skógræktar- félags Íslands í öllu rótleysi líðandi stundar? Hvað getur þjóðin lært af starfi þess umfram það sjálf- sagða hvernig stinga á niður græðlingum? Það helst að minni hyggju, að í búð sögulegrar reynslu mælast áhrif manna gjarnan í öfugu hlutfalli við mælgina. Þegar listaskáldið góða sat hér í Bláskógaheiðinni og sá bergkastalann búinn frjálsri þjóð, gat ei nema guð og eldur hafa gjört svo dýrðlegt furðuverk. Þau tímamót sem félagsmenn í Skógræktarfélagi Íslands minnast í dag eru í sjálfu sér ekki tilefni til annars en að halda áfram að klæða þetta furðuverk sem við höfum fengið í arf. Árnaðarósk mín til félagsins er sú ein að því megi farsællega takast að sinna hér eftir sem hingað til því mikla hlutverki: „að gera úr melnum gróandi teig að guðsríki íslenskan haga.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.