Skógræktarritið - 15.10.2010, Page 17

Skógræktarritið - 15.10.2010, Page 17
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201016 ÓÐUR UM TRÉ OG SKÓGA III Ilmandi birki eftir rigningu Ilmandi birki við landnám 28 þúsund ferkílómetrar segir leiðsögumaðurinn Ilmandi birki rúmlega ellefu öldum síðar rúmlega eitt þúsund ferkílómetrar segir leiðsögumaðurinn Nokkrir hífaðir þrestir hlæja að okkur syngja hátt og snjallt: Við vorum að borða ber við vorum að borða reyniber Þeir eru svona glaðir því berin eru örlítið áfeng eftir frostnætur fræin ganga heil í gegnum fuglinn í skítnum er afbragðs áburður næring fyrir spírandi fræ Við vorum að borða ber við vorum að borða reyniber syngur kórinn söngkór hífaðra þrasta um haust og reynitrén standa eldrauð af haustfuna innan um birkið ÓÐUR UM TRÉ OG SKÓGA IV Vegur eyðingar vegurinn sem lá frá skóginum er sami vegur og liggur til skógarins aftur vegur ræktunar og alúðar vegur sköpunar Maður og náttúra bæði kunna þau að eyða maður og náttúra bæði kunna þau að skapa Sorg landsins undir svipuhöggum stormsins og hraglandans árum saman öldum saman eyðingarsaga linnulaus sorg landsins svörðurinn fýkur til hafs En brothætt von vaknar neitar að búa lengur bara í hugarheiminum Að endurlífga er gjöf tímans endurvekja endurfæða Tíminn sprettur upp sprettur fram vill myndbreytast skjóta rótum vaxa Sorg rofabarðanna sefast þegar þú gengur ljósum logum skógargyðjan gengur niður stíginn við vatnið skógarstíginn Maður og náttúra bæði kunna þau að eyða maður og náttúra bæði kunna þau að skapa

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.