Skógræktarritið - 15.10.2010, Page 18

Skógræktarritið - 15.10.2010, Page 18
17SKÓGRÆKTARRITIÐ 2010 ÓÐUR UM TRÉ OG SKÓGA VI Áfram stíginn áfram skógarstíginn Skógardísir og gyðjur skógarpúkar og ilmur og skógarþrestir allir saman nú áfram skógarstíginn inn að lindinni innst inni Skógarhugsun vígir ósamstæð atriði í eina merkingarheild heilagri vígslu Brotabrot úr bergi brot úr þjóð brot úr ljóði úr hugarheimi raðast saman í merkingu mósaíkmynd Skógarhugsun segulmagn sem dregur dregur mig að sér dregur þig að sér dregur okkur að okkur að skóginum í sjálfum okkur hinu heilaga ólýsanlega ósnertanlega svæði innra með okkur ÓÐUR UM TRÉ OG SKÓGA V Stofn sem sprettur af rót ber greinar og lauf veitir skjól Kennir allt sem manneskjan þarf að læra getur ekki lært nema hjá trjám og skógi Ólífutréð mætti kalla skólameistara skógarakademíunnar Ólífutréð er rólegast allra trjáa tekur sér hálfa öld að bera ávöxt fyrsta sinni en þegar það er á annað borð byrjað þá býr það til tugi kílóa af ólívum á hverju ári og sá sem á ólífutré getur sett það í erfðaskrána því olífutréð er að störfum öldum saman Kennir okkur að vöxtur tekur tíma vextir taka tíma

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.