Skógræktarritið - 15.10.2010, Síða 23

Skógræktarritið - 15.10.2010, Síða 23
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201022 á frjósömu landi getur haft neikvæð áhrif á lifun þeirra fyrsta árið. Lifun var þó almennt góð hjá rauðgreni og blágreni en þó best í óábornu reit- unum. Neikvæðust áhrif hafði áburðargjöfin á sta- fafuru, sem varð fyrir talsverðu áfalli í þeim reitum þar sem áburður var notaður við gróðursetningu (3. mynd). Niðurstöður sýndu jafnframt að plöntur með hæstan áburðarskammt á frjósömu landi voru mun verr undirbúnar fyrir vetur um miðjan október en plöntur sem höfðu fengið lítinn eða engan áburð.4 Það er þekkt að of mikið framboð af köfnunarefni getur seinkað haustun trjáa. Þetta er þó ekki vel þekkt fyrir barrtré á Íslandi, enda þau yfirleitt í ræktun á landi þar sem skortur er á áburðarefnum. Í ljósi þessara niðurstaðna var ályktað að best sé að sleppa allri áburðargjöf við gróðursetningu í frjósama akra. Þær niðurstöður eru í samræmi við erlenda reynslu við jólatrjáarækt í ökrum,9 en gagn- stætt þeirri hefð sem er hérlendis við gróðursetningu trjáa í rýrt land.10 Áhrif illgresissamkeppni voru ekki áberandi á niðurstöður fyrstu úttektar hvað varðar lifun, en líklegt er að áhrif illgresis og sinu muni koma í ljós á komandi vaxtarskeiði (2010). Notuð voru örgresislyf til að halda niðri illgresi í aðaltilrauninni, en aukatilraun var sett út til að rannsaka hversu mikilvæg slík meðhöndlun er. Ræktunaráætlun Hluti af BS-verkefni fyrsta höfundar var að útbúa tillögu að ræktunaráætlun eða ræktunarmódeli fyrir jólatrjáaræktun í ökrum á Íslandi með „danska ræktunarmódelið“ sem fyrirmynd. Ræktunaráætl- unin var hugsuð sem leiðbeiningar um jólatrjáarækt í ökrum með rauðgreni, blágreni og stafafuru við ís- lenskar aðstæður. Áhugasömum er bent á að hafa samband við höfunda og fá ritgerðina 4 senda í raf- rænu formi. Áætlunin var hönnuð fyrir allt tímabilið, frá jarðvinnslu ári fyrir gróðursetningu til lokahöggs og nær yfir samtals 13 ár. Ræktunarferlið inniheldur leiðarvísi um tímasetningar áburðargjafa, notkun örgresisefna, skordýraeiturs, íbóta, formunar, toppstjórnar og lokahöggs. Ræktunaráætlunin er fyrsta formlega tillaga eða „uppskrift“ að ræktun jólatrjáa í frjósömum ökrum hérlendis, en verkefnið „Hraðræktun jólatrjáa á ökrum“ er hugsað sem prófun á lykilþáttum áætlunarinnar og það verkfæri sem notað verður til að bæta hana um leið og reynsla eykst innan þessa sviðs. Jafnframt hefur fyrsti höfundur hafið meistaranám í skógfræði við LbhÍ, þar sem áframhaldandi þróun jólatrjáaræktunar í frjósömum ökrum er megin viðfangsefni hennar. Tegunda- og kvæmanotkun í jólatrjáarækt á Íslandi til framtíðar Tegundirnar í tilraunaverkefninu hafa almennt reynst vel á Íslandi sem jólatré og vitað er að þær þrífast vel hérlendis þó að þær geri ólíkar kröfur til umhverfisins.2, 11, 12 Lítið er hins vegar vitað um 3. mynd. Stafafura fyrsta haustið eftir gróðursetningu í frjósaman akur á Hvanneyri. Plönturnar fengu mismikla áburðar- gjöf. Gróðursett án áburðargjafar (lengst t.v.), með hefðbundnum 12 g áburðarskammti sem notaður er í fjölnytja- skógrækt (miðið) og með 24 g áburðarskammti (lengst t.h.). Myndir: EM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.