Skógræktarritið - 15.10.2010, Page 26

Skógræktarritið - 15.10.2010, Page 26
25SKÓGRÆKTARRITIÐ 2010 Þingvallaskógur Höfundur Guðjón Jensson Við minningarlund Jóns frá Skógarkoti. Þarna vaxa prýðilega ýmsar tegundir barrtrjáa, meira að segja skógarfurur. Fyrsta minning um störf í þágu skógræktar Einn rigningardag vor eitt fór eg með foreldrum mínum í stórri drossíu austur í Þingvallaskóg. Líklega mun þetta hafa verið vorið 1955 en þá á útmánuðum hafði geysað eitt lengsta og grafalvar- legasta verkfall Íslandssögunnar sem frægt er fyrir margra hluta sakir. Sjálfur var eg ekki nema tæplega 3ja vetra gamall og þennan úrkomusama dag átti fyrir mér að liggja fyrsta þátttaka mín í skógræktar- starfi! Ekið var um Mosfellsdal til Þingvallar niður Almannagjá eins og þá tíðkaðist og áfram austur í Vatnsvik. Gengið var þaðan í dálitla brekku þar sem verið var að höggva niður og ryðja burt birkirunnum til að rýma fyrir öðrum trjáplöntum. Þarna var tekið rösklega til hendinni og kappsamlega unnið, karl- menn munduðu axir og sagir en kvenfólk og börn ruddu og báru hrísið og greinar í kesti. Þess ber að geta að þetta var viðurkennd aðferð í skógrækt á þeim tíma en á sér fáa formælendur nú í dag. Líklega var litli labbakúturinn öðrum meira til trafala en

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.