Skógræktarritið - 15.10.2010, Qupperneq 27

Skógræktarritið - 15.10.2010, Qupperneq 27
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201026 gagns þarna í rigningarsuddanum enda átti þessi stutti sveinstauli erfitt með að fóta sig í lynggróðr- inum á ósléttu Þingvallahrauninu. Tilefni þessa verks var að nokkrir starfsfélagar höfðu komið ásamt fjölskyldum sínum þangað aust- ur til að vinna saman í sjálfboðavinnu. Það átti að bæta og fegra landið til minningar um fallinn félaga sem hafði alist þarna upp á næstu grösum. Við skulum bera niður í afburðavel ritaða bók um Þingvelli sem kom út hjá bókaútgáfu Menningar- sjóðs árið 1984: „Þar sem Vatnsvikin skerst dýpst inn í hraunið til norðurs og rétt suðaustanvert við Tjarnir er stórt bílastæði, og er þar Skógarkotsvegur merktur með skilti sem á stendur „Skógarkot“. Örlitlu austar er annað stæði, minna, og má þar greina bílaslóð eftir ræktunarmenn eilítið til hægri upp í skóginn. Sé þeirri slóð fylgt, með löngu hæðardragi á hægri hönd, tekur hún brátt snarpa beygju til vinstri, en stefnir síðan, og nokkru ógleggri, beint í norður. Blasir þá brátt við hátt klettarið með trjám efst, en ræktuðum og gróðursælum lundi undir mót suðri. Hér hét Skúti og var mið sunnan af vatninu við murtuveiði á haustin. En árið 1951 tóku bifreiða- stjórar á stöðinni Hreyfli í Reykjavík sér fyrir hendur að rækta hér minningarlund um látinn félaga sinn, Jón H. Jóhannsson frá Skógarkoti. Er minningartafla framan í klettinum með þessari áletrun: „Jónslundur/ 1951/ til minningar um Jón H. Jóhannsson frá Skógarkoti.“ Eru trén í Jónslundi orðin há og vænleg, og lundurinn hinn skjólsælasti í norðanáttum. Umhverfis hann er allmikil gróður- rækt, og af kostgæfni að hlynnt, en Pétur frá Skógar- koti, bróðir Jóns, á þar drýgstu handtökin“1. Sérstaka athygli vekur að Björn nefnir örnefni þetta Vatnsvik en ekki Vatnsvík2. Vinir Jóns og starfsfélagar koma með fjölskyldur sínar úr Reykjavík einu sinni á ári til að vinna hörð- um höndum heilan dag, stundum á votviðrasömum vormorgni í þeim tilgangi að varðveita góða minn- ingu um góðan vin sinn og félaga. En hver var þessi maður, Jón Jóhannsson frá Skógarkoti, sem verið var að minnast? Við skulum fletta gulnuðum blöðum á Lands- bókasafninu. Þar rekumst við á forsíðu dagblaðsins Vísis miðvikudaginn 29. nóv. 1950: „Nítján ára piltur verður atvinnubílsstjóra að bana. Pilturinn var handtekinn í nótt og hefir játað sekt sína“3. Við nánari lestur fréttar þessarar kemur í ljós að Jón hafði verið að aka fólki í Reykjavík og kom til handalögmála. Við slysahögg unga mannsins í andlit Jóns skaðast hann svo að hann deyr nokkr- um dögum síðar af völdum þess. Eigi verður séð af heimildum annað en að þetta hafi verið slys þar sem ölvun kemur við sögu. Mun ekki hafa verið dæmt til þungrar refsingar í þessu máli en það er auðvitað allt önnur saga. Jón var fæddur 1909 og var því rétt rúmlega fertugur þá hann lést. Áhrif ungmennafélaga á skógrækt Með Ungmennahreyfingunni í upphafi 20. aldar var mikill hugur á Íslandi til skógræktar. Hvarvetna var bjartsýni um að bæta og rækta mannlífið á öllum sviðum og ekki síst sitt nánasta umhverfi. Mörg ungmennafélög höfðu jafnvel skógrækt að markmiði sínu. Má t.d. nefna Ungmennafélagið Aftureldingu í Mosfellsbæ. Í afmælisriti þess í tilefni 100 ára af- mælis sem kom út fyrir nokkru eru þessum mark- miðum gerð mjög góð skil í kaflanum: „Vormenn Íslands, yðar bíða ...“: „Skógrækt var frá upphafi eitt af helstu baráttu- málum Aftureldingar, þótt ekki hafi beinlínis verið kveðið á um hana í lögum félagsins. Í þessu eins og Vöxtuleg birkitré vaxa nú víða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.