Skógræktarritið - 15.10.2010, Síða 28

Skógræktarritið - 15.10.2010, Síða 28
27SKÓGRÆKTARRITIÐ 2010 mörgu öðru líktist UMFA öðrum ungmennafélögum landsins sem lögðu stund á skógrækt. Á þriðja fundi Aftureldingar hélt Indriði Guðmundsson langt er- indi um að klæða landið skógi á ný eftir að lands- menn höfðu höggvið, beitt og brennt skóglendi sitt í þúsund ár. Nú væri kominn tími til að skila landinu hluta af þeim gróðri sem það hafði verið svipt í ald- anna rás. Segja má að Guðmundur Einarsson frá Miðdal (1895–1963) hafi komist mjög vel að kjarna máls- ins þegar hann lýsti ættjörð sinni og skyldum lands- manna við hana árið 1915. Þar vitnar hann meðal annars í kvæðið „Vormenn Íslands“ eftir Guðmund Guðmundsson skólaskáld sem tileinkað var ung- mennafélögunum: „Höfum við þá sýnt fósturjörð okkar – sem stendur okkur næst – aðra eins rækt- arsemi? Höfum við ekki næstum rænt hana græna skógarkyrtlinum sem skýldi henni fyrir norðannæð- ingnum? Jú, og er það sjálfsagt, ég vil segja skylda okkar að fylla út í skógarlausu eyðurnar og hlynna að leifum þeim sem eftir eru “4. Guðmundur frá Miðdal var tvítugur þegar hér var komið við sögu. Má segja að þar hafi ungur maður drengilega mælt og fundið skyldu að segja hug sinn um þessi mikilsverðu mál. Sjóðir til eflingar skógræktar á Íslandi Margir núlifandi eldri borgarar, þ. á m. af góðu bændafólki komnir, hafa ætíð haft mjög sterkar taugar til skógræktar og þess héraðs sem hefur alið þá upp. Þennan góða hug má rekja gegnum ýmsa gjafa- og minningarsjóði fjölmargra einstaklinga, sem vildu gjarnan stuðla sem best að skógræktar- starfi í sínu heimahéraði. Þegar eldri árgöngum af Ársriti Skógræktarfélags Íslands, forvera Skógræktarritsins, er flett má víða lesa greinar, flest- ar eftir Hákon Bjarnason skógræktarstjóra og lengi vel ritstjóra ritsins, þar sem sagt er frá gjöfum ein- staklinga og stofnun skógræktarsjóða. Mörg dæmi eru um að allstórir jarðapartar eða andvirði þeirra og jafnvel heilu jarðirnar hafi verið afhentar til skóg- ræktar í þessu skyni. Einn þessara fjölmörgu sjóða er Minningarsjóður Guðbjargar Jónsdóttur, Sigríðar Guðmundsdóttur og Jóns Guðmundssonar á Brúsa- stöðum í Þingvallasveit. Sjóður þessi var stofnaður af Jóni Guðmundssyni með 300.000 króna tillagi um miðjan mars 19445. Það hefur verið gríðarlegt fé á sínum tíma en til gamans má geta að ári síðar voru sett launalög fyrir embættismenn og aðra opin- bera starfsmenn íslenska ríkisins. Hæstu mánaðar- laun æðstu embættismanna sem þá voru ráðherrar voru þannig eftir þessum launalögum kr. 15.000 á mánuði6. Hefur þá minningarsjóðurinn numið hátt í tvennum árslaunum ráðherra! Um svipað leyti var Landgræðslusjóður stofnaður7 sem í upphafi var ekki nema tæplega 128.000 krónur! Í annarri grein minningarsjóðsins segir um tilgang hans: „að efla skógrækt og aðra gróðurskreyting á Þingvöllum og Brúsastöðum“. Í 6. og 8. gr. er rætt um að koma á fót uppeldisstöð trjáplantna og að gróðursettar verði trjáplöntur í umhverfi Valhallar og í næsta nágrenni þingstaðarins8. Að öllum lík- indum hefur þessi sjóður sem Jón Guðmundsson veitingamaður í Valhöll stofnaði, verið nýttur vel til að gróðursetja barrtré næstu árin á Þingvelli, í samráði við þá þjóðgarðsverði sem voru þjónandi prestar á Þingvöllum. Mun ekki hafa verið amast við þessu merka framtaki fyrr en um og eftir 1970 en þá munu fyrir alvöru hafa hafist umræður í samfélaginu tengdum náttúruvernd og umhverfismálum, m.a. með stofnun Landverndar. Nokkur sögudrög um skóg og skógarnytjar í Þingvallaskógum Þingvallaskógur var fyrr á öldum gríðarlega mikið nýttur. Á Þjóðveldisöld og út miðaldir hefur hann væntanlega verið gjörnýttur bæði af þeim sem sóttu Öxarárþing sem og bændum í Þingvallasveit og Gróður jarðar tekur á sig fagra haustliti.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.