Skógræktarritið - 15.10.2010, Page 37
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201036
Grein þessi er unnin upp úr ritgerð er skrifuð var
sem hluti af námskeiðaröðinni Grænni skógar I, við
Landbúnaðarháskóla Íslands.
Almennt um eini
Einirinn er berfrævingur (Gymnospermae). Hann
er barrtré (Coniferae), af sýprisætt (Cupressaceae).
Ættin gengur undir ýmsum öðrum nöfnum á ís-
lensku m.a. einisætt, grátviðarætt og lífviðarætt.
Sýprisættin samanstendur af 19 ættkvíslum og til-
heyrir einirinn einiættkvíslinni (Juniperus), sem telur
um 67 tegundir. Hún er sú ættkvísl barrtrjáa sem
hefur næst flestar tegundir, en aðeins furuættkvíslin
telur fleiri tegundir.1, 2, 3
Tré af einiættkvíslinni vaxa frá sjávarmáli upp
fyrir skógarmörk í hæstu fjöllum, um allt norður-
hvelið frá kuldabeltinu til fjalla í hitabeltinu. Þau
gera oft litlar kröfur til jarðvegs. Þetta eru sígræn
Einir
Höfundur Jón Zimsen
Fyrr í vetur var ég að grúska í Pharmacopoea Danica 1805, en þar sá ég lýsingu á Juniperus communis,
Linn. Cl. XXI. ord. Monadelph., drógnum, sem mér fannst forvitnileg og vakti hún áhuga minn á því
að fjalla um eini. Einnig rifjuðust upp fyrir mér mín fyrstu kynni af eini, á uppvaxtarárum mínum í
Stykkishólmi. Ég fór, nokkurra ára gamall, í lautarferð með foreldrum mínum upp í Berserkjahraun í
Helgafellssveit. Ég minnist þess, þegar ég var á rölti í stuttbuxum, sá ég að í einum hraunbollanum var
einibreiða, sem lagðist út á grámosann. Hann var grænn og fallegur en harður og stingandi viðkomu.
Til greinarinnar nýti ég allflestar þær íslensku heimildir sem fáanlegar eru en að öðrum kosti nota ég
erlendar heimildir. Saga og notkun einis hér á landi er samofin sögu annarra landa, þar sem menn hafa
nýtt hann gegnum aldirnar og fram á vora daga. Í greininni mun ég lýsa eininum og tala um útbreiðslu
hans um heiminn og hér á Íslandi. Ég segi frá eiginleikum hans og notkun fyrr og síðar. Einnig mun ég
fjalla um hann út frá þjóðtrú, þjóðsögum og fornum átrúnaði.
Hraunbolli með einibrúsk í Berserkjahrauni við Hornháls í Helgafellssveit.