Skógræktarritið - 15.10.2010, Page 38

Skógræktarritið - 15.10.2010, Page 38
37SKÓGRÆKTARRITIÐ 2010 lágvaxin tré eða lágvaxnir runnar og allt þar á milli. Trén eru seinvaxin og harðgerð og mynda litla sam- vaxna, kjötkennda köngla, sem fuglar og smá dýr éta og ganga fræin ómelt niður og dreifast þannig. Þannig hafa þau m.a. dreifst til eyja eins og Íslands, Bermuda, Grænlands og Kanaríeyja.1 Íslenski einir- inn er einn fárra barrtrjátegunda íslensku flórunnar og hefur verið hér allra lengst, en aðrar tegundir hafa aðeins verið hér í rúm 100 ár. Hann tilheyrir tegund- inni Juniperus communis L., sem vex um alla Evrópu og austur að Kyrrahafi, ásamt megin hluta Norður- Ameríku, eins og sjá má á myndinni að ofan. Þessi einir er útbreiddastur allra einitegunda, og er eina tegundin, sem er í bæði austur- og vesturálfunni, reyndar er einirinn útbreiddasta barrviðartegund í heimi.1, 4 Einirinn, sem vex á Grænlandi, er erfðafræðilega skyldastur íslenska eininum og sá íslenski er skyld- astur þeim sem vex í Norður-Evrópu. Bendir þetta til að íslenski einirinn hafi vaxið hér frá því í lok síðasta jökulskeiðs á leið sinni til Grænlands 5 og benda frjó- kornamælingar í botnseti tjarna til þess sama. Ekki er með vissu vitað hvort hann hafi lifað af ísöld hér á landi. Sumir álíta að hann hafi lifað af síðustu ísöld á íslausum fjallatoppum. Til gamans má geta þess að Þröstur Eysteinsson fann 3000 ára gamlan lurk í skurðbakka og enn var einiilmurinn til staðar eftir öll þessi ár.4, 6 Einir getur orðið bæði stórvaxinn og gamall. Hæsti einir (Juniperus communis) Svíþjóðar er 18,5 m og sá sverasti 2,8 m að ummáli í 1,3 m hæð og er hann um 600 ára gamall.7 Elsti einir og þar með eitt af elstu trjám Svíþjóðar var 840 ára, árið 1981.8 Í Bandaríkjunum (1993) er hæsti venjulegi einirinn (Common juniper) 13 m og 93 cm að ummáli.9 Í Hedmark í Noregi hefur, í 880 m hæð, fundist einir sem var næstum 1000 ára gamall. Árhringirnir voru svo þéttir að það þurfti öflugt stækkunargler til þess að telja þá.10 60 ára gamall einir í Bakkaselsskógi í Fnjóskadal mældist 2,27 m á hæð árið 2004 og var þvermál runnans 6,97 m. Hákon Bjarnason talar í bókinni Ræktaðu garðinn þinn, útg. 1979, um eini við Sandvatn í Mývatnssveit, sem var 45 ára og hafði sá einir verið 1,5 m á hæð en var höggvinn þegar að var gáð nokkru síðar. Í Hrolleifsdal í Skagafirði var stórvaxinn einir sem Ingólfur Davíðsson mældi og reyndist hann 1,73 m á hæð árið 1966.3, 4, 11 Íslenski einirinn Íslenski einirinn er að jafnaði frekar lágvaxinn, skriðull og myndar ekki miðlægan stofn. Hann er sí- grænn og kræklóttur, en myndar stundum upprétta runna, sem geta þó teygst upp í rúma 2 metra. Eini með uppsveigðar greinar er helst að finna í skógi, en þann skriðula utan skógar. Að áliti Þrastar Eysteins- sonar eru þetta viðbrögð einisins við skugga. Blöðin / barrið eru sígræn og sitja þétt, kransstæð, lárétt eða skástætt, mjó, íhvolf, nállaga, oddhvöss og um 1 cm á lengd, þrjú og þrjú saman og lifa í um 3–7 ár. Þau hafa sérstakan einkennandi ilm, sem finnst mjög vel þegar þau eru núin á milli fingra. Börkurinn er gulbrúnn í fyrstu en verður svo rauðbrúnn eða grá- brúnn, sléttur og flagnar af í ræmum. Árssprotar eru grannir, hárlausir og þrístrendir með gulum berki.1, 4, 11, 12, 13 Eins og hjá öðrum barrviðum eru blómin einkynja, en eru sitt á hvorum einstaklingnum, þ.e. sérbýli. Þau myndast seinni hluta sumars og springa út að vori. Karlblómin eru mörg saman í mjög smáum, egglaga, móleitum könglum í blaðöxlunum. Kven- blómin, sem vaxa einnig úr blaðöxlunum, eru líka í mjög smáum könglum, sem eru myndaðir úr allt að níu röðum af kransstæðum blöðum með þremur blöðum í kransi. Aðeins efsti kransinn er frjór en samkvæmt Flóru Íslands og Den danske flora er aðeins þessi hluti talinn til blómsins. Fræblöðin umlykja fræin þrjú við frjóvgun og mynda berkennt aldin, berköngul eða einiber. Þau eru allt að 9 mm í þvermál og er berið grænt á litinn fyrst í stað, en Útbreiðslusvæði einis (úr Adams o.fl. 2003).

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.