Skógræktarritið - 15.10.2010, Page 42

Skógræktarritið - 15.10.2010, Page 42
41SKÓGRÆKTARRITIÐ 2010 megin við helvíti.35 Er gin án efa ein þekktasta eini- afurð sem notuð er í dag. Fjölmargar gintegundir eru bruggaðar um allan heim. Í Borgarnesi var framleitt Dillons gin sem kennt er við Dillon lávarð sem dvaldi í Reykjavík á fyrri hluta 19. aldar. Hverjir kannast ekki við hin fleygu orð „Shaken, not stirred“ sem breski ofurleyniþjónustumaðurinn James Bond 007 segir þegar hann pantar sér Dry Martini, sem er blanda af gini og smá slettu af þurru vermút. Þessi setning hefur m.a. aukið hróður gins svo að það er meðal vinsælustu brenndra drykkja í heimi. Einir er bitinn af elgum, rádýrum, geitum og sauðfé ásamt kúm.1, 11, 36 Áður fyrr var viðaður einir upp í heiði frá Kaldár- höfða í Grímsnesi og þótti gott ef kona reif á einn hest. Tuttugu ár tók eininn að vaxa, enda er hann allur uppurinn, rifinn upp með rótum.11 Sveinn Páls- son, náttúrufræðingur og læknir, segir frá gróðurfari í Þórsmörk og ritar meðal annars: „svo mikið var einkum af eini, að eftir sögn var hægt að klyfja hesta með einiberjum á stuttum tíma“, ásamt því að eini- viður væri tekinn til kolagerðar þegar skógar gengu til þurrðar.37 Í Bandaríkjunum er viðurinn ekki mikið notaður í húsgögn, vegna þess hve hann springur og flísast úr honum, en er samt sem áður notaður í ýmsa smá- hluti, til dæmis blýanta.1 Í Svíþjóð þykir viðurinn þéttur, seigur, fallegur og vel ilmandi og er því not- aður í fínna handverk. Börkurinn (bastið) var áður fyrr notað í tóg og mottur.8 Í Noregi er einiviður not- aður í ýmsa smáhluti svo sem trénagla, hrífutinda, smáskjólur, smjörhnífa, skeiðar og gjarðir. Þar er einnig hefð fyrir því að smíða göngustafi úr eini. Börkurinn er nýttur í reimar á tréskó en einnig í flétt- aða skó. Milli barkar og viðar hafa menn fengið efni sem líkist harpix og nota mátti í lakk.10 Í norrænni goðafræði var litið á eini sem heilagt tré. Hann átti að verja fólk og bústofn gegn kukli. Trú á helgi trjáa varaði fram yfir siðaskipti.38 Ýmsar þjóðsögur gengu um eininn. Skip smíðuð úr reyni- við urðu að vera með einivið í efri hlutanum, annars sykkju þau. Reynir vildi draga skipið niður í sjóinn en einirinn vildi draga það upp í loftið. Sú trú var að þessir viðir væru óvinir. Ef viðirnir væru geymdir í sama húsi brann það. Væru þeir reiddir á móti hvor öðrum mundi snarast. Stór tré sviptust í sundur og Fallegur uppsveigður einirunni.

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.