Skógræktarritið - 15.10.2010, Qupperneq 43

Skógræktarritið - 15.10.2010, Qupperneq 43
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201042 klofnuðu að endilöngu væru einir og reynir settir sínu hvoru megin við þau.39 Á víkingatímanum var venjan að sáldra muldu einihrísi á gólf blótsstaðar og hélst þessi venja fram á byrjun 20. aldar, að eini var sáldrað á gólf við skemmtanir og hátíðleg tækifæri í Noregi og Svíþjóð.31,35 Einir hefur verið notaður til jólaskreytinga og brenndir kvistir til að fá góðan ilm í húsakynnin á aðventunni. Grænlendingar notuðu eini sem jólatré. Allir þekkja vísuna: Göngum við í kringum einiberjarunn, en sá siður að ganga í kring- um einiberjarunn er ævaforn, kominn frá Norður- löndunum og tengist frjósemisdýrkun. Um miðja 19. öld gengu sígaunar í hjónaband með því að parið gekk réttsælis kringum einiberjarunn. Ef þau vildu skilja gengu þau rangsælis.11,40 Einirinn er ekki mikið notaður í myndlíkingar eða orðtæki. Geta má þó orðtækis úr Laxdælu, en hún var rituð um 1200 í klaustrinu að Helgafelli, sem er um að vera „horfinn sem hrísla eini“. Orðtækið mun vera eldra en Íslands byggð og þykir það benda til norskra staðhátta fremur en íslenskra. Í Noregi er mikið af eini og háttar því þar oft þannig til að í miðju stendur hrísla, t.d. reynir, og umhverfis eru einirunnar. Orðið horfinn þýðir hér sem oftar um- kringdur.41, 42 Gaman er að segja frá því að í dag er komið fram nýtt orðtæki, því nú er farið að tala um að allt snúist eins og barnahópur um einiberjarunn.43 Síðustu áratugina hefur eini verið mikið plantað í steinhæðir og ýmsa þá staði í garðinum þar sem þörf er fyrir fallegan, sígrænan og lágvaxinn runna, sem lífgar upp á steinsteypuna og dregur fram lit- skrúð blóma. Einnig er upplagt að gróðursetja hann í skóglendi til yndisauka og landgræðslusvæði, þar eð hann þrífst dável við erfið skilyrði.4,44 Niðurlag Ingólfur Davíðsson grasafræðingur segir í kvæðinu Bjarkarljóð og blómavísur: Einir hvassa barrið ber, byggir óðul fornra skóga, ævinlega samir sér -sumar, vetur grænn hann er.- Einhvern tíma öðlumst vér aftur lundi hærri nóga. Einir hvassa barrið ber byggir óðul fornra skóga. Þar sem áður voru skógar á Íslandi vex einirinn, en jafnvel honum hefur verið útrýmt á stórum svæðum, því þegar enginn skógur var eftir þá gerðu menn til kola með einiviði og þurfti nokkuð til. Hann hefur verið notaður til lækninga, sem krydd, til skrauts og til upphitunar og berin étin af búsmala og mann- fólki. Enn dönsum við í kringum einiberjarunn og snú- umst um vandamál okkar eins og börn um einiberja- runn. Þetta litla sæta barrtré okkar Íslendinga er eitt útbreiddasta tré í heimi og hefur verið notað á ótrúlega fjölbreyttan hátt. Af þeim gögnum sem ég hef séð virðist vera óplægður akur að rannsaka breytileika og arfgerð ís- lenska einisins nákvæmlega. Það væri verðugt verk- efni fyrir einhvern vísindamanninn. Einirinn er jú eini upprunalegi barrviðurinn hér á landi. Þetta hefur verið ánægjuleg og afar gefandi vinna, þó stundum hafi ég verið horfinn sem hrísla eini í bókaflóðinu. Heimildir 1. Adams, Robert P. 2004. Junipers of the world: The genus Juniperus. Trafford Publishing Co., Vancouver. 275 s. 2. Eva G. Þorvaldsdóttir. 1990. Stiklingsformering av einer. Lokaritgerð við Norges Landbrukshögskole, Ås-NLH. 76 s. 3. Hákon Bjarnason. 1979. Ræktaðu garðinn þinn. Iðunn, Reykjavík. 128 s. 4. Þröstur Eysteinsson. 2004. „Bakkaselseinirinn“. Skógræktarritið. 2004, 2:65-69. 5. Adams, R. P., Dignard, N., Hoegh, K., Leverenz, J. K., Pandey, R. N. og Þór Þorfinnsson. 2003. „Pan-Arctic variation in Juniperus communis: historical biogeography based on DNA fingerprints“. Biochemical Systematics and Ecology. 31, 2:181-192. 6. Ólafur Njálsson. 2000. „Íslenskur Einir“. Gróandinn. 15,1:22-25. 7. SkogsSverige.se. 2008. „Fantastiska fakta om träd“. Sótt 3. maí 2008 af: www.skogssverige.se/skog/skogen/ swe/omtrad.cfm 8. Anderberg, Arne. 2008. „En.“ Naturhistoriska riksmuseet 1996. Sótt 3. maí 2008 af: http://linnaeus. nrm.se/flora/barr/cupressa/junip/junicom.html 9. Juniperus.org. 2008. „Juniperus of the World.“. Sótt 3. maí 2008 af: http://juniperus.org/jcommunis.html 10. Wegter, Jurgen. 2008. „Trær til nytte og glede“. Sjølberger'n nr. 8. 12–13. 11. Ingólfur Davíðsson. 1974. „Tveir alkunnir runnar“. Náttúrufræðingurinn. 44,2:45-51.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.