Skógræktarritið - 15.10.2010, Qupperneq 45

Skógræktarritið - 15.10.2010, Qupperneq 45
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201044 Inngangur Ár og lækir eru mikilvægir manni og náttúru um allan heim og þar er Ísland engin undantekning. Afrennslissvæði eða vatnasvið hvers lækjar er það landsvæði sem vatn safnast af til lækjarins, hvort heldur það rennur neðanjarðar eða eftir yfirborði. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að gróður á vatnasviðum getur haft mikil áhrif á efnabúskap, hitastig og stöðugleika lækjavistkerfa,1, 2, 3 ásamt því að hafa áhrif á lífríki lækjanna, t.d. vatnagróður, smádýr og fiska.4, 5, 6 Hér á landi hafa verið umtalsverðar framkvæmdir í skógrækt og landgræðslu undanfarna áratugi. Um 103 þúsund hektarar hafa verið græddir upp, þar af 75 þús. ha með landgræðslu og 28 þús. ha með skóg- rækt frá árinu 1990.7 Að stórum hluta hefur þessi ræktun verið kostuð af stjórnvöldum. Samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum er almenningur ánægð- ur með þessa ræktun og vill að meira sé gert.8, 9 Áhrif þessara aðgerða á læki og ár sem renna um svæðin hafa lítið verið skoðuð hérlendis. Hins vegar hefur verið sett fram sú tilgáta að jarðvegs- og gróðureyð- ing landsins á fyrri öldum hafi haft mjög neikvæð áhrif á fæðuvefi í lækjum og ám hér á landi og að hugsanlega hafi stórlega dregið úr fæðuskilyrðum og þar með stofnstærð laxfiska við þær breytingar.10 Í því samhengi má spyrja: Getur endurheimt gróður- fars á vatnasviðunum leitt til breytinga í hina áttina? Þau áhrif sem auðveldast er að koma auga á, þegar skógur er ræktaður á lítt grónum svæðum, eru að lífrænar leifar, t.d. lauf og dauður viður, eykst mjög í lækjum.5 Þetta efni getur orðið fæða örvera og smádýra, sem eru mikilvæg fæðuuppspretta fyrir líf- verur ofar í fæðukeðjunni, svo sem fiska.11 Íslenskar aðstæður, svo sem jarðvegur og gróðurfar, eru um margt ólíkar því sem gerist í nálægum löndum,12 og því getur reynst erfitt að heimfæra niðurstöður þaðan á Ísland. Verkefnið SkógVatn, sem hófst árið 2007, hafði það markmið að kanna áhrif skógrækt- ar og landgræðslu á vistkerfi lækja. Einn liður í því var rannsókn á niðurbroti lífrænna leifa og er hluti þeirra niðurstaðna kynntur hér. Staðarlýsing Rannsóknin var gerð á níu afmörkuðum vatnasvið- um á Fljótsdalshéraði á Austurlandi. Þrjú þeirra voru Lauf í læk: flutningur laufs í læki og niðurbrot þess Höfundar Helena Marta Stefánsdóttir, Bjarni Diðrik Sigurðsson, Brynhildur Bjarnadóttir, Edda S. Oddsdóttir og Jón S. Ólafsson 1. mynd: Kortið sýnir staðsetningu lækjanna (bláar línur) sem rannsakaðir voru á Fljótsdalshéraði. Þrenns konar lækir voru innan rannsóknarinnar: Skóglausir lækir (AS1- AS3), lækir í birkiskógum og kjarri neðan 400 m h.y.s. (AB1-AB3) og lækir í gróðursettum barrskógum neðan 200 m h.y.s. (AG1-AG3). Grái flöturinn sem umlykur lækina sýnir vatnasvið viðkomandi lækja.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.