Skógræktarritið - 15.10.2010, Page 46

Skógræktarritið - 15.10.2010, Page 46
45SKÓGRÆKTARRITIÐ 2010 á rýru skóglausu landi, þrjú voru vaxin birkiskógi (Betula pubescens) og þrjú runnu um barrskóga. Ríkjandi trjátegund í barrskógunum var lerki (Larix sibirica), sem gróðursett var á árunum 1950–1970, en einnig var talsvert af gróðursettum grenilundum (Picea spp.) og furulundum (Pinus spp.) innan svæð- anna. Berggrunnur svæðisins er að mestu blágrýti sem talið er hafa myndast fyrir meira en 9 milljónum ára.13 Þar sem bergrunnurinn er mjög þéttur gætir mikilla dragaáhrifa í lækjum. Meðal rennsli þeirra lækja sem rannsakaðir voru var á bilinu 47 til 1568 l/s. Yfir rannsóknartímabilið (2007–2009) voru talsverðar rennslissveiflur milli árstíða og jókst vatnsmagnið 7–29 falt. Jarðvegsgerðin á rannsóknasvæðunum er brúnjörð,14 meðal árshiti 1960–1990 var 3,4 °C og úrkoma að meðaltali 738 mm á ári.15 Rannsóknarsvæðin Á hverju vatnasviði var sett upp mæli- og sýnatöku- stöð þar sem allar reglubundnar mælingar voru framkvæmdar og afmarkaðist rannsóknin af að- rennslissvæðinu ofan stöðvarinnar. Sá þáttur rann- sóknarinnar sem fram fór í vatni var framkvæmdur á neðstu 50 metrum vatnasviðanna en rannsóknir á landi náðu 400 m upp eftir þeim (helsta áhrifasvæði). Gróðurfar var kortlagt og upplýsingarnar settar inn í landupplýsingakerfi (GIS) til frekari greiningar. Það reyndist vera mikill munur á gróðurfari svæð- anna. Skóglausu mólendissvæðin voru 40% ógróin eða þakin lítt grónum mel á meðan skógasvæðin voru nánast algróin. Barrskógurinn á vatnasviðs- Tafla 1: Nöfn og staðsetning rannsakaðra lækja á Fljóts- dalshéraði, sem áttu upptök sín og runnu um skóglaus vatnasvið (mólendi) (AS1-AS3), um vatnasvið sem vaxin voru birkiskógum og -kjarri (AB1-AB3) eða um vatnasvið með gróðursettum barrskógum (AG1-AG3). Nafn lækjar Tákn Lengdargráða Breiddargráða Mólendislækir Hrafnsgerðisá AS1 N65 09.247 W14 43.891 Fjallá AS2 N65 01.261 W14 39.998 Nýlendulækur AS3 N65 01.421 W14 39.995 Birkiskógarlækir Klifá AB1 N65 04.582 W14 48.126 Kaldá AB2 N65 10.573 W14 28.999 Ormsstaðalækur AB3 N65 06.240 W14 43.020 Barrskógarlækir Buðlungavallaá AG1 N65 04.173 W14 49.754 Kerlingará AG2 N65 05.385 W14 45.260 Jökullækur AG3 N65 05.126 W14 46.323 2. mynd: Dæmi um læki sem rannsakaðir voru í Skóg- Vatns verkefninu sem runnu um (a) skóglaust mólendi (Hrafnsgerðisá), (b) birkiskóga (Klifá) og (c) barrskóga (Buðlungavallaá). Buðlungavallaá. Klifá. Hrafngerðisá.

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.