Skógræktarritið - 15.10.2010, Page 48

Skógræktarritið - 15.10.2010, Page 48
47SKÓGRÆKTARRITIÐ 2010 frá lækjarbökkum og tæmdar reglulega frá miðju sumri fram í nóvember (5. mynd). Ef horft er á heildarmagn þess efnis sem berst út í lækina var greinilegt að mun meira lífrænt efni barst út í þá læki sem runnu um skógi vaxin vatnasvið en í læki sem runnu um skóglaust land (6. mynd). Magnið var um það bil 40 g lífræns efnis á hvern metra lækjar í skógunum en ekki nema tæplega 2 g á mólendinu. Það kom á óvart að munurinn á flutningi var 30–33 faldur milli mólendisins og skóglendanna (6. mynd) þó svo að munurinn á magni lífræns efnis hafi aðeins verið 11–19 sinnum hærri í skógunum (4. mynd). Þó að það sé vindasamara á skóglausa landinu er gróðurfarið ólíkt. Á mólendinu eru flestar tegundir annað hvort sígrænar (t.d. mosi, krækilyng og beitilyng) eða með jarðfasta sinu (grös og hálf- grös), á meðan tré og botngróður skóglendanna mynda almennt sinu sem flyst frekar með vindi.16 Ekki reyndist marktækur munur á magni lífræns efnis sem barst út í læki sem runnu um barrskóga eða birkiskóga (6. mynd). Þetta kom á óvart þar sem minna lífrænt efni er í birkiskógum (4. mynd). Fyrir- fram var búist við því að magn feyrunnar í birki- skóginum myndi vera miðja vega á milli magnsins í skóglausa landinu og barrskógunum. Greinilegt er að fallið lauf og sina botngróðurs birkiskóganna flyst auðveldar út í læki en fallnar nálar og sina botngróðurs barrskóganna (5. mynd). Niðurbrot lífræns efnis í lækjunum Þegar feyran hefur borist í lækina kemur að örver- um, smádýrum og eðlisfræðilegum þáttum að stuðla að niðurbrotinu til að efnið nýtist í fæðukeðjunni.4 Til að meta hversu hratt lífræna efnið brotnar niður í lækjunum voru niðurbrotspokar með 2 g af mis- munandi gerð feyru (sinu, birkilaufi og lerkinálum) settir út í lækina og látnir liggja þar í mislangan tíma áður en þeir voru teknir upp. Feyra sem eftir var í pokunum var þurrkuð og vegin en með því fékkst hversu hratt lífrænu leifarnar brotnuðu niður, þ.e. mælikvarði á virkni niðurbrotslífvera í lækjunum. Settir voru niður bæði grófir (möskvastærð 5 mm) og fínir pokar (möskvastærð 200 mm) (7. mynd). Þar sem smádýrin komast ekki inn í fínu pokana þá er niðurbrotið í þeim aðeins af völdum örvera og þannig var hægt að greina á milli hlutverka smádýra og örvera í niðurbrotsferlinu. Niðurbrot lífræns efnis (sinu, birkilaufs eða barrs) reyndist ekki marktækt frábrugðið á milli vatna- sviðsgerða, sem er í ósamræmi við niðurstöður er- lendra rannsókna.17 Fyrsta spurningin sem vaknar er hvort að þessi munur stafi af því að niðurbrotið gangi ekki eins fyrir sig hérlendis og erlendis. Meðal- 4. mynd: Magn lífmassa og feyru á rannsóknarsvæðunum, hver súla er meðaltal mælinga á þremur vatnasviðum. 5. mynd: Fötur voru grafnar niður meðfram bökkum lækj- anna til að safna þeirri feyru sem berst í lækina. Barmar fötunnar báru við jörðu og föturnar voru grafnar niður sitt hvoru megin lækjar. 6. mynd: Flutningur lífræns efnis út í læki í náttúrulegum birkiskógum og 40–60 ára gömlum gróðursettum barr- skógum á rannsóknasvæðunum á Fljótsdalshéraði.

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.