Skógræktarritið - 15.10.2010, Síða 55

Skógræktarritið - 15.10.2010, Síða 55
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201054 ekki að dásama auðnirnar og hversu mikilvægar þær séu fyrir ferðaþjónustuna og um leið að framleiða á þeim lambakjöt til að selja æ fleiri ferðamönn- um. Vissulega viðhaldast auðnirnar, en með sama áframhaldi kemur að því að síðustu gróðurtorfurnar hverfa og þar með getan til að framleiða lambakjöt. „Þá seljum við ferðamönnum bara fisk að borða“ segja sumir, en þar með er aðeins verið að sneiða framhjá vandanum, ekki að takast á við hann. Nokkur orð um skógrækt að lokum Íslendingar eyddu skógum landsins og voru langt komnir með að eyða jarðveginum þegar ný tækni leyfði okkur að fara að nýta auðlindir hafsins í staðinn og síðan orku fallvatna og jarðhita. Þar með sneiddum við framhjá vandanum og komumst upp úr eymdinni sem fylgdi því að búa í landi þar sem framleiðslan stóðst ekki framleiðslukröfuna og vistkerfi voru hrunin eða að hrynja.13 Við snérum á náttúruna. Við sluppum, enda Íslendingar hinir mestu snillingar. Nú hafa Íslendingar það almennt gott og búnir að gleyma fátæktinni. Landið er þó enn mun fram- leiðslurýrara en það gæti verið og viðleitni sam- félagsins til úrbóta, í formi skógræktar, bættrar landnýtingar og endurheimtar gróðurþekju, er sára- lítil. Margir reyna að réttlæta ástandið: „Ferðamenn vilja sjá auðnir.“ „Fleiri tegundir smávaxinna jurta vaxa á melum en í skógi.“ „Sauðkindin þarf frelsi og göngur og réttir eru nauðsynleg félagsleg fyrirbæri.“ Einhverjar stoðir kunna svona fullyrðingar að hafa frá þröngu sjónarmiði sérhagsmuna, en þær eru kolrangar frá sjónarmiði sjálfbærrar þróunar. Ekki verður hægt að tala um sjálfbærni í landnýtingu á meðan hér er því sem næst engin skógarauðlind og hálft landið er auðn sem ber enga framleiðslukröfu. Framleiðsla lífríkisins er eitt af grundvallaratrið- unum í sjálfbærri þróun og staðreyndin er sú að þurrlendisvistkerfi á Íslandi eru mjög framleiðslurýr miðað við loftslag og breiddargráðu. Þau standast ekki framleiðslukröfuna sem þjóðin gerir til þeirra og á það sérstaklega við um neyslu skógarafurða. Þór skógarvörður á Austurlandi segir gestum frá framleiðslu fertugs lerkiskógar sem gróðursett var til í rýru beitilandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.