Skógræktarritið - 15.10.2010, Síða 58

Skógræktarritið - 15.10.2010, Síða 58
57SKÓGRÆKTARRITIÐ 2010 Eiðalækur (Grundarlækur) rennur í suðurenda vatnsins. Hann á upptök í Austurfjöllunum og er vanalega vatnslítill. Úr vesturbolnum rennur Fiski- lækur gegnum eiðið í Lagarfljót. Í lýsingu Eiðasókn- ar frá 1841 er vatnið nefnt Fiskivatn. Í Eiðavatni er bæði bleikja og urriði og það hefur þótt gott veiði- vatn. Mikill gróður er í vatninu og á því er töluvert fuglalíf, mest af álftum, öndum, gæsum og lómum, einnig sést himbrimi þar iðulega. Eiðahólmi (Eiðavatnshólmi) er steinsnar frá landi við norðausturhorn Stórahaga, um 200 m langur og um 50 m breiður, með klettaströnd að austan og sunnan en lágum bökkum að vestanverðu. Hann hefur verið skógi klæddur svo lengi sem menn vita. Frá Eiðalækjarósi er um 1,5 km sigling út í Eiða- hólma, en sundið milli hólmans og Hagasporðs er aðeins um 100 m breitt. Nú er oftast róið í hólmann úr Prestavík, neðan við Kirkjumiðstöðina. Árið 1908 var gerð áætlun um að lækka vatns- borð Eiðavatns, með því að sprengja klapparhaft í útrennsli Fiskilækjar. Taldi Bergur Helgason skóla- stjóri að þannig mætti auka engjar Eiða um 3–400 dagsláttur er gæfu allt að 1500 hesta heys. Ekkert varð þó úr þeirri framkvæmd.1 Árið 1935 var Fiskilækur virkjaður til raforku- framleiðslu fyrir Eiðaskóla. Þá var Eiðavatn stíflað á þremur stöðum og vatnsborð þess hækkað um 2 m, bæði til að auka fall og rými til vatnsmiðlunar. Vatnið flæddi þá upp á mýrar til beggja enda, Litli- hagi varð að hólmum, Eiðahólmi minnkaði verulega, og smáhólmar hurfu eða urðu sker. Árið 1937 var vatnsmagn Eiðalækjar aukið með aðveitu úr Gilsá. Virkjunin var lögð niður 1965.2 Eftir aukna vatnshæð í þrjátíu ár hafði vatnið grafið sér nýja bakka og var komið í nýtt jafnvægi. Af þeim sökum var vatnsborð þess ekki fært í fyrra horf eftir 1965, og varla eru líkur til að það verði gert úr þessu. Hins vegar þýðir það að halda verður við stíflum, og þær hafa reyndar verið styrktar með jarðvegi. Eiðaskógur og upprisa hans Elsta heimild um skóga á Eiðum er í Droplaugar- sonasögu, þar sem Þórdís todda spyr Helga Ás- bjarnarson, eiginmann sinn „hví hann vildi þar heldur land eiga, er allt var skógi vaxið að húsum heim, og mátti hvergi sjá mannaferðir, þótt að garði færi.“ Minjar hafa fundist um mikla járnbræðslu Eiðahólmi úr lofti, í júlí 2002. Bergfururöðin dökkgræn, reynir ljósgrænn. Sá hluti hólmans sem var sökkt 1935 kemur fram sem rauðlitun í vatninu. Greina má fundarstaðinn neðst til vinstri. Mynd: Skarphéðinn G. Þórisson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.