Skógræktarritið - 15.10.2010, Síða 66

Skógræktarritið - 15.10.2010, Síða 66
65SKÓGRÆKTARRITIÐ 2010 Fosfór (P) er einnig afar mikilvægt efni sem nærri alltaf skortir í lífríkinu. Hegðun hans í jarðvegi er í meginatriðum þessi: Fosfór er í torleystum samböndum í jarðvegi og styrkur fosfórs í jarðvatni er lítill. Lítið tapast því úr jarðvegi af fosfór. Fosfórforða er hægt að byggja upp í jarðvegi með því að gefa fosfór. Forðinn vex þá samhliða auknum plöntuvexti og auknum líf- rænum forða. Fosfórinn tapast ekki en bindst með tíma fast í lífrænum forða og í torleystum ólíf- rænum samböndum. Í lífrænum úrgangi er fosfór sem fosfat (fosfórsýra) og sem hluti af lífrænu efni. Upptaka plantna á fosfór úr jarðvegi er háð hita og er upptakan mest seinni hluta sumars þegar jörð hefur hitnað. Brennisteinn (S) er gjörólíkur fosfór að því leyti að hringrás hans er ekki staðbundin heldur nær hún yfir stór svæði og forði myndast ekki í jarðvegi nema með því að hann bindist í lífrænu efni. Hann hverfur strax úr jarðvegi ef plöntur ná ekki að halda í hann. Brennisteinsstaða jarðvegsins byggir því á að brennisteinn losni úr einhverju sem er á staðnum eða berist stöðugt að. Dálítið af brennisteini er í regnvatni, mest þar sem jarðhiti er nálægur. Hin vel- þekkta hveralykt er brennisteinsvetni. Brennisteinn sem berst með úrkomu er í fæstum tilfellum nægi- legur til að fullnægja brennisteinsþörfum plantna. Afgerandi er hvort einhver efni séu í jarðvegi sem gefa frá sér brennistein. Þar kemur lífræni forðinn til skjalanna, því að þegar prótínum í lífrænu efni er sundrað af örverum losnar brennisteinn. Brennisteinsgjöf er nauðsynleg ef koma á plöntu- vexti af stað á gróðurvana svæðum þótt nýtingin sé takmörkuð í líflitlum jarðvegi. Nýting brennisteins- gjafar er háð því að til séu lífverur sem geta tekið við honum. Mestur skortur er á brennisteini í jarðvegi sem er snauður af lífrænum efnum og á það einkum við sendinn jarðveg svo og á úrkomuminnstu svæð- um norðaustanlands. Efnum bætt í gróðurvana jarðveg. Áburður, áburðarsölt Til að auka frjósemi jarðvegs og þar með plöntuvöxt þarf að auka framboð plöntunæringarefna. Því tak- marki má ná með áburðargjöf. Einnig hjálpar til að auka umsetningu efnanna eða veltuhraða með því að fjölga örverum í jarðvegi. Það gerist þegar magn lífrænna efna vex. Ef ekkert er fjarlægt af svæðinu þarf í meginat- riðum aðeins að gefa ofangreind þrjú plöntunæring- arefni, nítur, fosfór og brennistein. Önnur plöntu- næringarefni eru í jarðveginum í það miklu magni að ekki þarf að bæta úr. Þar á meðal eru plöntunær- ingarefnið kalí (K) sem aðeins þarf að gefa ef upp- skeran er fjarlægð. Kalk (Ca) vantar stundum og oft er til bóta að gefa það. Ef tækifæri gefst á að dreifa skeljasandi er það gott, ekki síst þar sem það efni hækkar sýrufar (pH-gildi) jarðvegsins. Tilbúinn áburður – Saltáhrif Áburður á markaði er langoftast saltsambönd, sem oftast er kallaður ,,tilbúinn áburður“. Salt hefur að því leyti slæm áhrif á plöntur að saltpækillinn keppir við ræturnar um vatn, þannig að vatnsskort- ur getur auðveldlega hrjáð plöntur sem fá stóra áburðarskammta. Þetta fyrirbrigði takmarkar stærð áburðarskammta. Ekki er t.d. hægt að gefa tíu ára forða með einni aðgerð. Plöntur brenna af þurrki ef mikið er af salti í jörðinni og eru efri mörkin mjög háð úrkomu. Það er áhætta að gefa stóra áburðar- skammta, einkum á ungar plöntur. Að bæta kalí við stóra áburðarskammta er ekki til góðs. Það eykur saltvandamálið. Níturáburður Níturáburður er oftast gefinn sem ammóníumnítrat, eða efnasambönd þar sem ammóníum er verulegur hluti efnisins. Nítratáburður er þó einnig fáanlegur Með lofti berst dálítið af brennisteini sem fellur til jarðar með úrkomu. Annars er brennisteinn bundinn í jarðvegi í lífrænu efni og losnar til plantna eða örvera við niður- brot þess. Laus brennisteinn tollir ekki í jarðvegi heldur skolast strax niður með regnvatni en getur verið sem forði í jarðlögum sem járnsúlfíð og gifs.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.