Skógræktarritið - 15.10.2010, Page 68

Skógræktarritið - 15.10.2010, Page 68
67SKÓGRÆKTARRITIÐ 2010 ekki er miklum erfiðleikum bundið að flytja þær inn á skógræktarsvæði. Lúpína og hvítsmári eru einna algengastar. Hvítsmárinn er það algeng planta og auðvelt að nýta að engin afsökun er fyrir því að nota hann ekki. Mjög áberandi er hversu mikið hann eykur uppskeru þar sem hann vex. Hinir stóru flekkir hvítsmára í nýju ræktunarlandi, svo sem í vegfláum, eru áberandi. Einnig er hann víða á gamalgrónum svæðum svo sem í Þórsmörk. Gróskulegur skógur þar hefur eflaust notið góðs af níturbindingu hans. Lúpínu hefur verið dreift með fræi og plöntum um flest skógræktarsvæði landsins. Fyrirmyndarplantan væri hugsanlega sú sem auðgaði jarðveginn af plöntunæringarefnum og hopaði síðan fljótt fyrir þeim trjám sem arðinn eiga að gefa í framtíðinni og án þess að sá sér út fyrir ræktunarsvæðið. Slík fyrirmyndarplanta er líklega ekki til. Lífríkið þarf heldur ekki að vera undir ná- kvæmri stjórn ræktunarmannsins. Fjölbreytileiki og óvænt framvinda geta einnig auðgað á ýmsan hátt. Sé reynt að setja hjálparplöntur upp í einhverja röð með tilliti til þessarar fyrirmyndar gæti röðin verið svona: Baunagras, gullkollur, hvítsmári, selja- hnúta og maríuskór. Þetta eru tegundir sem eru smáar, binda mikið nít- ur, rotna fljótt og skyggja aldrei á trjágróður, sumsé gallalausar út frá sjónarmiði ræktunarmannsins. Næsti hluti gæti verið: Rauðsmári, fjallalykkja, giljaflækja, vallerta og umfeðmingur, sem eru stærri og geta skyggt á ungar trjáplöntur. Rauðsmárinn leggst til hliðar og getur sligað aðrar tegundir með því. Giljaflækja og vallerta mynda þykka breiðu og eru nokkuð harðar í samkeppni við smáar plöntur. Umfeðmingurinn klifrar upp aðrar plöntur. Svo eru það stóru breiðumyndandi tegundirnar lensugandur, freralúpína, alaskalúpína og strá- belgur. Þessar tegundir geta verið varasamar vegna samkeppnisþróttar, stærðar, breiðumyndunar og þær rotna hægar en þær smávöxnu. Sinumyndun er þar oft veruleg. Þegar belgjurtir eru fluttar inn á skógræktarsvæði er alls ekki víst að þær sem eru kröftugar og lang- Þessi smáa belgjurt, gullkollur, getur verið drjúg við að auðga jarðveginn. Áburðaráhrif belgjurta eru augljós þar sem þær vaxa á annars lítt grónu svæði eins og hjá hvítsmáranum á þess- um myndum að ofan og neðan.

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.