Skógræktarritið - 15.10.2010, Page 69

Skógræktarritið - 15.10.2010, Page 69
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201068 lífar séu bestar. Samkvæmt því sem áður var sagt er líklegt að þær sem eru með tiltölulega lítinn sam- keppnisþrótt og rotna fljótt séu hentugri þótt jarð- vegsmyndun þeirra sé minni. Að koma belgjurtum inn á gróðurvana ræktunarsvæði Einfaldasta aðferðin við að koma belgjurtum á skóg- ræktarsvæði er að sá í útplöntunarbakka í ræktun- arstöðinni ásamt viðeigandi rótarhnýðisbakteríum, rétt áður er lagt er af stað í útplöntunina. Þá fer fræ út á ræktunarsvæðið með öllum trjáplöntunum. Fræið spírar eftir að plantað hefur verið út. Engin samkeppni verður frá belgjurtinni fyrsta kastið, tréð nær forskoti en samhliða vexti trésins mun belgjurt- in fara að gefa frá sér næringarefni. Öruggasta aðferðin er hins vegar að flytja plöntur frá einum stað til annars; frá gamalgrónu landi yfir á gróðurvana. Með þeirri aðgerð er allt lífríkið flutt, plöntur, smádýr og örverur. Allt þetta þarf til að mynda sterkt, sjálfbært lífríki. Þetta má gera með því að taka smáar torfur og planta þeim á nýjan Maríuskór í blandskógi. Rauðsmárinn er það stór að hrossagauksungar kjósa að fela sig undir honum.

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.