Skógræktarritið - 15.10.2010, Page 73

Skógræktarritið - 15.10.2010, Page 73
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201072 Skógræktarferð til Færeyja haustið 2010 Höfundur Ragnhildur Freysteinsdóttir Skógræktarfélag Íslands hefur í mörg ár staðið fyrir almennum fræðsluferðum til útlanda. Í ár voru næstu nágrannar okkar og frændur í Færeyjum heimsóttir. Alls voru það 33 ferðalangar sem fóru frá Íslandi til Færeyja í þessa ferð og var hún farin dagana 30. ágúst til 3. september. Hluti hópsins fór svo í framhaldsferð dagana 4.– 6. sept- ember, sem skipulögð var af ferðaskrifstofunni Trex, sem hélt utan um ferðina. Leiðsögumaður í skógræktarferðinni og einn aðal skipuleggjandi hennar var Tróndur Leivsson, landsskógarvörður í Færeyjum, en farar- stjóri fyrir hönd Skógræktarfélags Íslands var Brynjólfur Jónsson. Bærinn Kunoy á eynni Kunoy. Einkenni á færeyskum þorpum og bæjum eru litrík hús og kirkja. Mynd: BJ

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.