Skógræktarritið - 15.10.2010, Qupperneq 75

Skógræktarritið - 15.10.2010, Qupperneq 75
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201074 Hvað varðar útvegun lands til skógræktar eru mál mun erfiðari í Færeyjum en hérlendis. Nær allt land er annaðhvort í einkaeigu eða konungsjarðir (gamlar kirkjujarðir) með búsetu og almannaréttur enginn. Erfðaréttur hefur ýtt undir að jarðir skiptust áður í smáparta og hin sterka hefð sauðfjárhalds, ásamt takmörkuðu landssvæði eyjanna, hefur þýtt að erfitt er að fá land til skógræktar. Í Færeyjum eins og hér gildir þó að viðhorfin breyt- ast smátt og smátt með nýjum kynslóðum. Skógar- reitirnir við bæina eru vinsælir til útivistar og yngsta kynslóðin, alin upp við að fara í skógarreitina sér til skemmtunar, er mun áhugasamari og meðvitaðri um að stækka og fjölga skógarreitum. Búið er að gera marga reitina vel úr garði til útivistar, með góðum stígum, borðum, bekkjum og annarri aðstöðu og greinilega vel um þá hugsað. Þótt loftslag í Færeyjum setji, eins og hér á landi, takmörk á hvaða tegundir og kvæmi er hægt að rækta með góðu móti þarf ekki að skoða skógar- reiti og garða í Færeyjum lengi til að sjá að þar er fyllilega hægt að koma upp hinum skemmtilegasta skógi, ef notaðar eru réttar tegundir. Vaxtartími þar er að jafnaði lengri en hér, þar sem síður frystir, og úrkoma öllu meiri. Helst er það vindur og salt sem setur mark sitt á þau tré sem í Færeyjum vaxa, ásamt takmarkaðri þykkt jarðvegsins. Skógar í Færeyjum hafa inn á milli orðið fyrir áföllum, til dæmis gerði mikið óveður í desember 1988 sem felldi um koll töluvert af eldri trjám í mörgum reitum. Sú hætta minnkar þó væntanlega eftir því sem prófanir leiða í ljós hentugustu tegundirnar fyrir aðstæður í Fær- eyjum. Ferðasaga Ferðin hófst mánudaginn 30. ágúst, en þá var flogið síðdegis frá Reykjavíkurflugvelli og lent á flugvell- inum í Vágar um áttaleytið. Þennan fyrsta dag var því lítið annað gert en að koma ferðalöngunum fyrir á hóteli í Þórshöfn. Þriðjudagur 31. ágúst Farið var um norðurhluta Straumeyjar, Austurey og Norðureyjar. Með okkur þennan dag voru Dánjal Petur Höjgaard, sem situr í Skógfriðingarnevndinni og Hans Hjalti Skaale, garðyrkjustjóri Klakksvíkur. Dagurinn hófst á ferð til Kunoy og heimsókn í viðarlundinn þar, eins og skógarreitirnir kallast í Færeyjum. Þar var fyrst gróðursett árið 1914, en engin tré eru á lífi frá þeim tíma. Í lundinum féll mikið af trjám í óveðrinu 1988 og var því töluvert gróðursett í hann eftir það. Meðal annarra hafa Færeyjar eru vel grænar yfir að líta, en gróðurfarið verður seint talið mjög fjölbreytt. Hér má sjá Litla-Dímon.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.