Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 76

Skógræktarritið - 15.10.2010, Blaðsíða 76
75SKÓGRÆKTARRITIÐ 2010 bæði Ólafur Ragnar Grímsson og Margrét Dana- drottning sett þar niður tré – Ólafur alaskaösp en Margrét blóðbeyki. Landið hefur, frá því snemma á 6. áratugnum, verið í eigu sveitarfélagsins, en Skóg- friðingarnevndin fer með umsjón skógarins. Skógur- inn er nokkuð fjölbreyttur, meðal annars eru margar þintegundir og töluvert af gullregni meðfram stíg í gegnum lundinn. Frá viðarlundinum var svo gengið niður í bæinn Kunoy, kíkt á eina litla vatnsmyllu sem varð fyrir ferðalöngunum og því næst stigið upp í rútu og haldið til Klakksvíkur. Í Klakksvík var byrjað á að fara til kirkju og hlýða á fræðslu Alex Sólstein, fyrrverandi skólastjóra, um Christianskirkjuna, sem er glæsileg. Í kirkjunni er geysistór altaristafla, sem var upphaflega freska í dómkirkjunni á Viborg á Jótlandi. Þar lá hún hins vegar undir skemmdum vegna raka frá vegg kirkj- unnar, var færð yfir á léreft af ítölskum sérfræðing- um og svo geymd á safni í Kaupmannahöfn. Þar segir sagan að arkitektinn Peter Koch hafi séð hana, viljað finna henni viðeigandi stað og hannað kirkjuna utan um hana. Kirkjan er annars byggð með hefðbundnu færeysku kirkjulagi og var vígð árið 1963. Frá kirkjunni var svo haldið til viðarlundarins Úti í Gröv utan við Klakksvík. Byrjað var á smá hress- ingargöngu upp í hlíð að smáhýsi, þar sem ferða- langarnir fengu úthlutað hádegissnarli til að gæða sér á. Færeyingarnir hafa greinilega ekki viljað að gestirnir yrðu svangir, því í pokanum voru tvær sam- lokur af stærri gerðinni, banani og súkkulaðistykki. Eftir matinn var svo haldið í göngutúr um svæðið. Skógrækt í viðarlundinum hófst um 1980 og er lundurinn alls rúmir 3 ha að stærð, ofan og neðan vegar. Neðan vegar eru elstu gróðursetningarnar og hærri trén og er þar mjög skemmtilegt útivistar- svæði, sem er mikið nýtt af íbúum Klakksvíkur, en meðal annars má finna þar tótt, talda frá víkingatím- anum, en eftir er að framkvæma fornleifauppgröft. Skógurinn er mjög fjölbreyttur og má meðal annars finna þar nokkrar tegundir af lenju og elri, alaska- ösp, reyni, skógarfuru, lerki, fjallafuru, hafþyrni og margt fleira. Því næst var haldið aftur til Klakksvíkur og farið í smá gönguferð um bæinn að skoða trjágróður í görðum, meðal annars garð listamannsins Edward Fuglö og gamla læknagarðinn, en það var eini garðurinn í Klakksvík með trjám þegar C.E. Flens- borg var þar á ferðinni 1902. Eða eins og segir í skýrslu hans: „Det eneste Sted, hvor jeg paa Rejsen saa Træer og træagtige Planter af nogen Betydning, var i Distriks- læge Djurhuus‘s have i Klaks- vig, hvor Doktoren har ladet ud- føre ret betydelige Arbejder“. Frá görðum var svo haldið í heimsókn til bruggverksmiðju Føroya Bjór, þar sem þyrstir ferðalangarnir fengu kynningu á starfseminni og Á röltinu um skógarlundinn í Kunoy. Tróndur Leivsson við viðarlundinn Úti í Gröv. Þar er að finna töluvert af áhugaverðum runnum. Takið einnig eftir skemmtilegu skiltinu. Mynd: BJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.