Skógræktarritið - 15.10.2010, Síða 83

Skógræktarritið - 15.10.2010, Síða 83
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201082 75. aðalfundur Skógræktarfélags Íslands var haldinn á Selfossi dagana 27.–29. ágúst 2010. Skógræktarfélag Árnesinga var gestgjafi fundar- ins að þessu sinni. Fundinn sóttu á annað hundr- að fulltrúar skógræktarfélaganna ásamt öðrum gestum. Fundarstjórar voru Kjartan Ólafsson, Skógræktarfélagi Árnesinga, og Þröstur Ólafs- son, Skógræktarfélagi Reykjavíkur, en fundarrit- arar voru Gísli Tryggvason, Skógræktarfélagi Kópavogs, og Agnes Þ. Guðbergsdóttir, Skóg- ræktarfélagi S-Þingeyinga. Föstudagur 27. ágúst Fundarsetning og ávörp Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Ís- lands, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Hann flutti ávarp þar sem hann fór yfir stöðu Skóg- ræktarfélags Íslands nú þegar félagið stendur á átt- ræðu, helstu verkefni félagsins á árinu, bakhjarla félagsins og aðstæður í samfélaginu. Næst á mælendaskrá var Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. Árnaði ráðherra Skógræktarfé- lagi Íslands heilla á 80 ára afmæli þess, sem og Skóg- ræktarfélagi Árnesinga á 70 ára afmæli þess. Í ávarpi sínu kom ráðherra inn á umræðu um lúpínu, drög að heildstæðri stefnumótun um skóg og skógrækt og minnti á að árið 2011 verður alþjóðaár skóga. Kjartan Ólafsson, formaður Skógræktarfélags Ár- nesinga, ávarpaði fundinn næst. Hann bauð fundar- gesti velkomna og sagði svo aðeins frá Skógræktar- félagi Árnesinga, deildum þess og helstu verkefnum. Næstur tók til máls Johan C. Löken, formaður Skógræktarfélags Noregs. Hann minntist þess þegar hann sem landbúnaðarráðherra tók á móti þáver- andi forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, í opin- berri heimsókn til Noregs fyrir um 20 árum. Einnig fjallaði hann um samskipti Norðmanna og Íslend- inga í skógræktarmálum, meðal annars plöntuskipti. Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, hélt næst tölu. Fjallaði hún meðal annars um ræktunarsögu Selfoss og hlut- verk Skógræktarfélags Árnesinga í henni og mikil- vægi grænna svæða. Í lokin færði hún Björgvini Egg- ertssyni, formanni Skógræktarfélags Selfoss (sem er deild í Skógræktarfélagi Árnesinga), perutré að gjöf, í tilefni afmælis Skógræktarfélags Árnesinga. Seinastur tók til máls Jón Loftsson skógræktar- stjóri. Í ávarpi sínu minntist hann meðal annars á 80 ára afmæli Skógræktarfélags Íslands, vinnu að stefnumótun fyrir skógrækt og umræðu um lúpínu. Skýrsla stjórnar Magnús Gunnarsson flutti skýrslu stjórnar. Gerð var grein fyrir verkaskiptingu stjórnar eftir aðalfund 2009: Magnús Gunnarsson formaður (kosinn beint á aðalfundi), Sigrún Stefánsdóttir varaformaður, Aðalsteinn Sigurgeirsson ritari og Guðbrandur Brynjúlfsson gjaldkeri, Gísli Eiríksson, Gunnlaugur Claessen og Þuríður Yngvadóttir, meðstjórnendur. Magnús fór stuttlega yfir starfsskýrslu fyrir liðið starfsár, en hún lá frammi á fundinum og voru fund- argestir hvattir til að lesa hana. Brynjólfur Jónsson fór því næst yfir reikninga félagsins. Nokkur halli var á rekstri félagsins, þó minni en árið áður. Frekari spurningum var svo vísað til afgreiðslu reikninga á sunnudeginum. Skýrsla um Landgræðslusjóð Guðbrandur Brynjúlfsson, formaður Landgræðslu- sjóðs, kynnti skýrslu sjóðsins. Sjóðurinn úthlutaði um 4,7 milljónum króna til sautján skógræktarfé- laga og fimm annarra aðila. Einnig sagði Guðbrand- ur nánar frá arfi sem Landgræðslusjóði tæmdist. Tillaga kynnt og skipað í nefnd Fundarstjóri bar upp dagskrártillögu. Var hún skýrð og svo samþykkt samhljóða. Barbara Stanzeit, Skóg- ræktarfélagi Garðabæjar, og Kristín Davíðsdóttir, Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar, voru kosnar í kjör- bréfanefnd. Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2010 Höfundur Ragnhildur Freysteinsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.