Skógræktarritið - 15.10.2010, Síða 83
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201082
75. aðalfundur Skógræktarfélags Íslands var
haldinn á Selfossi dagana 27.–29. ágúst 2010.
Skógræktarfélag Árnesinga var gestgjafi fundar-
ins að þessu sinni. Fundinn sóttu á annað hundr-
að fulltrúar skógræktarfélaganna ásamt öðrum
gestum. Fundarstjórar voru Kjartan Ólafsson,
Skógræktarfélagi Árnesinga, og Þröstur Ólafs-
son, Skógræktarfélagi Reykjavíkur, en fundarrit-
arar voru Gísli Tryggvason, Skógræktarfélagi
Kópavogs, og Agnes Þ. Guðbergsdóttir, Skóg-
ræktarfélagi S-Þingeyinga.
Föstudagur 27. ágúst
Fundarsetning og ávörp
Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Ís-
lands, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
Hann flutti ávarp þar sem hann fór yfir stöðu Skóg-
ræktarfélags Íslands nú þegar félagið stendur á átt-
ræðu, helstu verkefni félagsins á árinu, bakhjarla
félagsins og aðstæður í samfélaginu.
Næst á mælendaskrá var Svandís Svavarsdóttir
umhverfisráðherra. Árnaði ráðherra Skógræktarfé-
lagi Íslands heilla á 80 ára afmæli þess, sem og Skóg-
ræktarfélagi Árnesinga á 70 ára afmæli þess. Í ávarpi
sínu kom ráðherra inn á umræðu um lúpínu, drög
að heildstæðri stefnumótun um skóg og skógrækt og
minnti á að árið 2011 verður alþjóðaár skóga.
Kjartan Ólafsson, formaður Skógræktarfélags Ár-
nesinga, ávarpaði fundinn næst. Hann bauð fundar-
gesti velkomna og sagði svo aðeins frá Skógræktar-
félagi Árnesinga, deildum þess og helstu verkefnum.
Næstur tók til máls Johan C. Löken, formaður
Skógræktarfélags Noregs. Hann minntist þess þegar
hann sem landbúnaðarráðherra tók á móti þáver-
andi forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, í opin-
berri heimsókn til Noregs fyrir um 20 árum. Einnig
fjallaði hann um samskipti Norðmanna og Íslend-
inga í skógræktarmálum, meðal annars plöntuskipti.
Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður framkvæmda-
og veitustjórnar Árborgar, hélt næst tölu. Fjallaði
hún meðal annars um ræktunarsögu Selfoss og hlut-
verk Skógræktarfélags Árnesinga í henni og mikil-
vægi grænna svæða. Í lokin færði hún Björgvini Egg-
ertssyni, formanni Skógræktarfélags Selfoss (sem er
deild í Skógræktarfélagi Árnesinga), perutré að gjöf,
í tilefni afmælis Skógræktarfélags Árnesinga.
Seinastur tók til máls Jón Loftsson skógræktar-
stjóri. Í ávarpi sínu minntist hann meðal annars á
80 ára afmæli Skógræktarfélags Íslands, vinnu að
stefnumótun fyrir skógrækt og umræðu um lúpínu.
Skýrsla stjórnar
Magnús Gunnarsson flutti skýrslu stjórnar. Gerð
var grein fyrir verkaskiptingu stjórnar eftir aðalfund
2009: Magnús Gunnarsson formaður (kosinn beint
á aðalfundi), Sigrún Stefánsdóttir varaformaður,
Aðalsteinn Sigurgeirsson ritari og Guðbrandur
Brynjúlfsson gjaldkeri, Gísli Eiríksson, Gunnlaugur
Claessen og Þuríður Yngvadóttir, meðstjórnendur.
Magnús fór stuttlega yfir starfsskýrslu fyrir liðið
starfsár, en hún lá frammi á fundinum og voru fund-
argestir hvattir til að lesa hana. Brynjólfur Jónsson
fór því næst yfir reikninga félagsins. Nokkur halli
var á rekstri félagsins, þó minni en árið áður. Frekari
spurningum var svo vísað til afgreiðslu reikninga á
sunnudeginum.
Skýrsla um Landgræðslusjóð
Guðbrandur Brynjúlfsson, formaður Landgræðslu-
sjóðs, kynnti skýrslu sjóðsins. Sjóðurinn úthlutaði
um 4,7 milljónum króna til sautján skógræktarfé-
laga og fimm annarra aðila. Einnig sagði Guðbrand-
ur nánar frá arfi sem Landgræðslusjóði tæmdist.
Tillaga kynnt og skipað í nefnd
Fundarstjóri bar upp dagskrártillögu. Var hún skýrð
og svo samþykkt samhljóða. Barbara Stanzeit, Skóg-
ræktarfélagi Garðabæjar, og Kristín Davíðsdóttir,
Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar, voru kosnar í kjör-
bréfanefnd.
Aðalfundur
Skógræktarfélags Íslands 2010
Höfundur Ragnhildur Freysteinsdóttir