Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 5

Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 5
Skógræktarfélag Íslands er landssamband 60 skógræktar­ félaga sem starfa í flestum byggðarlögum landsins. Skóg­ ræktar félögin mynda breiðfylkingu nærri 8.000 áhuga­ og stuð­ ningsmanna skógræktar. Skógræktarfélag Íslands er málsvari félaganna og hefur það m.a. að markmiði að stuðla að trjá­ og skógrækt, gróð ur vernd og landgræðslu og að fræða og leiðbeina um skóg rækt. Skógræktarfélögin eru að sjálfsögðu öllum opin og eru allir sem skógrækt unna hvattir til þátttöku. Skógræktarritið (áður Ársrit) hefur komið út samfellt frá árinu 1932 og er eina fagritið sem fjallar sérstaklega um efni er varða skógrækt. Ritið kemur út tvisvar á ári og er hægt að fá það í áskrift (skog.is). Þeir sem hafa áhuga á að skrifa greinar í ritið eru hvattir til þess að hafa samband við ritstjóra (bj@skog.is). Hægt er að fá helstu upplýsingar um fjölþætt starf Skógræktar­ félags Íslands og aðildarfélaganna á heimasíðunni skog.is. Leiðbeiningar til höfunda greina í Skógræktarritinu Til að tryggja betra samræmi milli greina í ritinu og til hag­ ræðingar við prófarkalestur og umbrot var ákveðið að búa til einfaldan staðal fyrir Skógræktarritið um meðferð heimilda og aðra uppsetningu, sem tekur á helstu atriðum sem upp hafa komið þar sem frágangur höfunda hefur verið misjafn. Stað­ allinn er aðgengilegur á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands (Útgáfa – Skógræktarritið): www.skog.is/images/stories/utgafa/skogrit-gatlisti.pdf Endanlegur frágangur sniðmáts er gerður af prófarkalesara hjá Skógræktarfélagi Íslands Skógræktarfélag Íslands og Skógræktarritið Um mynd á kápu Vatnslitamyndin á forsíðunni heitir „Hásumar“ og er eftir Kristínu Þorkelsdóttur, myndlistarkonu og grafískan hönnuð. Kristín Þorkelsdóttir er ástríðufullur vatnslitamál- ari sem hefur skapað sér einstakan stíl. Í aldarfjórð- ung hefur hún ferðast um landið og málað utandyra myndir sínar, sem eru í senn ljóðrænar og hiklausar. Myndir eftir Kristínu eru í eigu virtra listastofnana hérlendis og erlendis. Kristín var um árabil einn þekktasti grafíski hönnuður landsins. Hún hannaði fjölda merkja sem enn eru í notkun en íslensku pen- ingaseðlarnir eru eitt þekktasta hönnunarverk sem hún hefur stýrt. Hægt er að nálgast myndir Krist- ínar í heimagalleríinu Gallery 13 (gallery13.is) sem er opið samkvæmt samkomulagi, best er að hringja í Kristínu í síma 554-2688 eða 895-6577.

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.