Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 11
9SKÓGRÆKTARRITIÐ 2011
Víðs vegar í flóðfarinu var aragrúi af sjálfsáðum
víðiplöntum, voru það alaskavíðir (Salix alaxensis),
gulvíðir (S. phylicifolia), loðvíðir (S. lanata), selja (S.
caprea) og viðja (S. myrsinifolia) en auk þess eitthvað
af víðibastörðum en nánari skoðun hefur ekki verið
gerð á þeim. Það er athyglisvert að hvorki uxu fræ-
bærir runnar af alaskavíði né selju í næsta nágrenni
flóðfarsins. Þarna var fjöldinn allur af birkiplöntum,
ærið misstórar eftir aldri og aðstæðum. Sama er að
segja um plöntur af sitkagreni og stafafuru. Fræ-
plöntur trjánna voru ójafnt dreifðar um svæðið. Olli
því umfram allt að vaxtarskilyrði, bæði jarðvegsgerð
og raki, voru margvísleg og kom það einnig fram í
misjöfnum þrótti og vaxtarhraða einstaklinga. Það
var athyglisvert að víða höfðu fræplöntur tveggja
eða fleiri tegunda vaxið upp mjög nærri hver annarri
og voru þessar plöntur sérstaklega þróttmiklar. Smá-
blettir geta vitaskuld búið yfir gnægð næringarefna
og öðrum sérstaklega hentugum vaxtarskilyrðum
en hugsanlega geta fleiri ástæður legið að baki. Til-
raunir sem gerðar hafa verið með að sá birkifræi í
malarjarðveg sýna að meira kemst á legg af birki-
plöntum í nágrenni eldri víðiplantna og þykir það
benda til að rætur birkiplantnanna tengist svepprót
víðisins og nýti sér sveppinn til aukinnar næringar-
upptöku.
Núna í vetur sem leið, þ.e. veturinn 2010 – 2011,
var mæld hæð hæstu einstaklinga sem sest hafa að í
flóðfarinu. Þetta voru alaskavíðir 2,70 m, alaskaösp
5,40 m, birki 1,73 m, gulvíðir 1,06 m, reyniviður
2,86 m, selja 0,55 m, sitkagreni 1,25 m, stafafura
1,96 m og viðja 4,33 m. Allar þessar plöntur voru
vaxnar upp af fræjum nema alaskaöspin, sem var
sprottin upp af greinarbúti sem fest hafði í kletta-
sprungu.
Framtíðarsýn
Í tólf ár hefur nú verið unnt að fylgjast með endur-
græðslu verulega raskaðs landsvæðis sem er umlukt
óvenju fjölbreyttum gróðri. Eftir flóðið leit svæðið
út eins og land sem hafði verið svipt allri sinni gróð-
urhulu og enn er langt í frá að það sé algróið, en
Sjálfsáið sitkagreni. Sjálfsáin stafafura.