Skógræktarritið - 15.05.2011, Blaðsíða 14

Skógræktarritið - 15.05.2011, Blaðsíða 14
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201112 Evrópulerki og myrkárþöll Larix decidua og Pseudotsuga menziesii Höfundur Ólafur Sturla Njálsson Tvær ólíkar tegundir, önnur með heimkynni sín í fjöllum Mið-Evrópu og hin frá fjallgörðum vestast í Norður-Ameríku, eiga eitt sameiginlegt við okkar aðstæður. Þær fá auðveldlega haustkal þegar illa árar með kuldakasti alltof snemma, til dæmis frosti og hríð um miðjan september. Á Suðurlandi komu slík hrakviðri til dæmis 17. september 1990 og 16. september 2007. Árið eftir voru langir kalsprotar áberandi á evrópulerki og myrkárþöll. Flest trén ná að endurnýja toppinn aftur með nýjum sprotum, en þeir ná ekki allir að vaxa beint upp í framhaldi af stofni trésins. Hlykkjóttir stofnar eru því nokkuð áberandi á þessum tegundum, heldur meira á evrópulerki. Í skógarreitum með evrópulerki og myrkár- þöll finnast samt stöku tré sem virðast aldrei hafa misst topp, eru beinvaxin, falleg og með reglulega trjákrónu. Þessir fáu einstaklingar sýna að: 1. Leita má betur að hentugum efnivið fyrir íslensk skilyrði. 2. Tilhneiging til að verða fyrir haustkali er mest á fyrstu æviárum. 3. Þróa þarf sérhæft framleiðsluferli frá fræi til söluplöntu. Evrópulerki Evrópulerki er almennt með breiðari trjákrónu held- ur en rússalerki og lengri hliðargreinar. Smágreinar á aðalgreinum eru iðulega meira og minna slútandi, sem gefur trjánum þokkafullt útlit. Stakstæð evrópu- lerki draga að sér athygli enda bæði myndríkir og voldugir einstaklingar. Síðustu 20 árin hefur áhugi á ræktun evrópulerkis (Larix decidua Mill.) aukist aftur. Til eru gömul evrópulerki frá fyrstu skógræktarárum Íslandssög- unnar, sem sýna greinilega hvers megnug tegundin er, en sum trjánna eru yfir 15 metra há. Gömlu trén þekkjast auðveldlega frá beinvöxnu rússalerkinu (Larix sukaczewii Dylis) á bugðóttum trjástofnum og oft sérkennilega kræklóttri krónunni. Breytt veðurfar með hlýrri vetrum síðustu 20 ár er því miður farið að valda rússalerkinu vandræðum. Rússalerki vill kaldan og langan vetur. Vetur með sífelldum umhleypingum, svo að jaðri við sumarhita mörgum sinnum á milli frostakafla, er alls ekki hag- stæður rússalerkinu. Dýpt vetrarhvíldarinnar trufl- ast, rússalerkið lifnar of snemma og skaðast meira af seinum vorhretum. Trjám sem líður illa veikjast frekar og viðargæðin minnka. Á stöðum sem taldir eru henta best til ræktunar á rússalerki hérlendis sést þetta vel, ekki einungis á Suðurlandi. Evrópulerki virðist þola umhleypingar betur. Það hefur sterkari innri bremsu í hlýindum snemma vors og lætur ekki plata sig eins fljótt í vöxt. En vaxtarlag gömlu evrópulerkitrjánna er ekki gott fyrir timbur- skógrækt, vaxtarlag sem orsakast af skemmdum vegna haustkals. Evrópulerki lýkur vexti seinna en rússalerki. Heið- gulur haustlitur kemur í ljós 2–4 vikum seinna en hjá rússalerki. Akkilesarhæll evrópulerkis er viðkvæmni fyrir snemmfrostum undir haust. Haustkal bæklar iðulega vaxtarlag evrópulerkis og reyndar öll kvæmi trjátegunda sem ljúka vexti of seint fyrir haustið. Til dæmis er viðvarandi hætta á haustkali hjá hlyn (Acer pseudoplatanus L.), álmi (Ulmus glabra Huds.) og myrkárþöll (Pseudotsuga menziesii (Mirb.) Franco) (einnig kallað douglasgreni og döglingsviður). Ítarlegri leit í heimkynnum þessara tegunda að kvæmum sem eru betur aðlöguð að íslenskri ljós- lotu, gæti gefið hærra hlutfall af trjám með beinu vaxtarlagi. Það er lengd nætur, dimma tímans, sem ræður að mestu hvenær ofangreindar tegundir ljúka vexti og hefja herðingu árssprotans fyrir veturinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.