Skógræktarritið - 15.05.2011, Page 21
19SKÓGRÆKTARRITIÐ 2011
Evrópulerki frá 1780 m h.y.s. í Celerina í AusturSviss er orðið að feikna stórum og beinvöxnum trjám í trjásafninu í
Múlakoti. Gróðursett 1972 og vel yfir 15 m á hæð.
aldar á vatni og áburði fram að skyggingu í ágúst. Í
byrjun ágúst er hafður svartur dúkur yfir plöntunum
frá 16 síðdegis til 8 næsta morgun til að framkalla
vaxtarstopp. Dúklagningin er endurtekin daglega
í um viku tíma. Byrjað er á skyggingunni um það
bil sem 5 cm vantar upp á óskaða hæð plantnanna
fyrir afhendingu. Þetta er gert til að örva endabrums-
myndun og stöðva hæðarvöxt.
Fyrir afhendingu næsta vor er búið að flokka
plönturnar eftir hæð, svokölluð hæðarjöfnun, og
sverleika. Of stórum plöntum, of litlum og lélegum
er hent og kallast það frákast. Geymsluaðferðir eru
ýmsar fyrsta veturinn fram að afhendingu, til dæmis
utandyra í opnum eða byrgðum körmum, köldum
plasthúsum eða í frystigeymslum.
Það gefur augaleið, að með þessari hefðbundnu
framleiðsluaðferð, sem notuð er á flest allar trjáteg-
undir í skógarplöntuframleiðslu, verður engin flokk-
un sem skilur á milli plantna, sem eru vel aðlagaðar
að íslensku sumri og þeirra sem haga sér vitlaust, til
dæmis ljúka vextinum of seint fyrir haustið.
Ofangreind hæðarjöfnun, sverleikajöfnun og frá-
kast hefur tæpast nokkur áhrif á hvernig plönturnar
munu bregðast við náttúrulegri ljóslotu.
Evrópulerki í lok annars vaxtasumars í 40 gata bökkum.
Ein flokkun fór fram við flutning úr köldu húsi í karm í
júní. Myndin er tekin 14. október 2010, en plönturnar voru
orðnar alveg heiðgular upp í topp tveimur vikum seinna.