Skógræktarritið - 15.05.2011, Page 23
21SKÓGRÆKTARRITIÐ 2011
Fallegustu og beinvöxnustu evrópulerkitrén í Holtsdalstilrauninni austur á Síðu, sem gróðursett var 1996–1998 er meðal
annars af kvæmunum frá 1. Celerina (1750 m) í Sviss og 2. Törbel (2100 m). Þau virðast hafa vaxið upp hnökralaust
alveg frá gróðursetningu og voru rúmlega þriggja metra há vorið 2010.
samari í framleiðslu, en hvar ætli skurðpunkturinn
í kostnaði liggi á milli hefðbundinna aðferða og
nýrri, sé tekið tillit til affalla, endurgróðursetninga
og grisjunarvinnu næstu 10–15 árin í kostnaðarút-
reikningunum?
Hefðbundin framleiðsluaðferð er mjög góð fyrir
þær tegundir og kvæmi þeirra, sem vitað er að
gefa af sér hátt hlutfall af vel aðlöguðum plöntum
að okkar loftslagi, þrátt fyrir það tæknilega inn-
grip sem skyggingaraðferðin er. Skyggingaraðferðin
hjálpar til við að stýra vexti skógarplantna í átt að
gefnum óskum um stærð plantna og sverleika stofna
fyrir gróðursetningu.
En skyggingaraðferðin er hreinlega til vansa hjá
tegundum sem eru á mörkunum að hegða sér rétt
við íslenska ljóslotu.
Evrópulerkikvæmið kennt við Sandvika í Noregi á merki
lega mörg bein og falleg tré í Holtsdal. Hafrænt loftslag
ríkir í Sandvika á vesturströnd Noregs. Getum við stytt
okkur leið og sótt betur aðlöguð kvæmi þangað af annarri
kynslóð, talið frá upprunalegum heimkynnum í Ölpunum,
með millistoppi í Skotlandi?