Skógræktarritið - 15.05.2011, Qupperneq 24

Skógræktarritið - 15.05.2011, Qupperneq 24
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201122 Myrkárþöll Á myndinni af myrkárþöll hér fyrir ofan, sem ættuð er af fræi frá Blackwater í British Columbia, eru 6 ára gamlar plöntur. Skyggingaraðferðinni hefur aldrei verið beitt á þær. Í 6 ár hafa plönturnar vaxið og lokið vexti í samræmi við íslenska ljóslotu. Þeim var sáð, priklað í bakka, pottaðar í 2 lítra potta, geymd- ar úti í karmi með plastbyrgi yfir og síðan geymdar úti óvarðar í körmum síðustu þrjá vetur. Augljóst er að plönturnar hafa erfðaefni sem stýrir því hvenær þær ljúka vextinum tímalega. Flestar plantnanna urðu fyrir endabrumskali hið minnsta og sumar kólu meira. Aðrar hreinlega vantaði meiri sumarhita til að geta vaxið eðlilega. En inn á milli eru nokkrar plöntur, um 10% af plöntunum sem fóru í 2 lítra potta, sem aldrei hafa misst endabrum, hvorki undir vetrarskýli né án. Plantan lengst til vinstri á mynd- inni er ein slík. Vissulega kostar meira að framleiða trjáplöntur á þennan hátt og nota til þess fleiri ár en eitt eða tvö, en eftir standa plöntur sem hægt er að treysta frekar á. Planta 2 í röðinni hefur orðið fyrir endabrumskali í upphafi, en er annars kraftmikil og má segja að hún sé því á vetur setjandi. Um 20% af plöntunum munu sem sagt sennilega verða að stórmyndarlegum og beinvöxnum trjám með þessari aðferð. Þær eru dýrari fyrir bóndann en margir eru tilbúnir að borga hærra verð fyrir öruggari plöntur, þegar þeir vita hvað liggur að baki. Á meðfylgjandi línuriti, sem sýnir vaxtargetu og aðlögun plantna af einu kvæmi miðað við ljóslotu og hitafar, sést að hluti plantna býr yfir erfðaeiginleik- um sem bjargað geta kvæminu/tegundinni við nátt- úrulegar, skyndilegar og öfgafullar aðstæður. Hluti plantnanna sem spírar upp af kvæminu, hefur í sér erfðaeiginleika sem segja fyrir um vaxtarstopp fyrr en megnið af plöntunum getur. Þær ná að stöðva vöxt við styttri nótt heldur en dæmigerðar plöntur gera í viðkomandi kvæmi. Þær bregðast fyrr við og hefja undirbúning undir komandi vetur. Planta númer 1 lengst til vinstri á myndinni af myrkárþöll- unum er dæmigerð fyrir þessa hegðun. Hún þurfti bara örstutta nótt til að stöðva vöxt og hefja undir- Sex ára gamlar myrkárþallir í tveggja lítra pottum sýna breytileikann í vaxtarhegðun miðað við hvernig þær lesa íslensku ljóslotuna og sumar vantar sennilega einnig hærri sumarhita til að vaxa eðlilega. Planta nr. 1 hefur vaxið hnökralaust frá byrjun og aldrei misst endabrum. Planta nr. 6 er algjört viðrini og getur ekki betur, sennilega vegna ónógs sumarhita.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.