Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 28

Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 28
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201126 Ágrip af sögu Skógræktarfélags Siglufjarðar Höfundur Anton Jóhannsson Upphaf – byrjunarárin Hugmyndin að stofnun Skógræktarfélags Siglufjarð- ar kviknaði meðal Rótarýfélaga í Siglufirði. Á vor- dögum 1940 var kosin undirbúningsnefnd og sátu í henni Halldór Kristinsson héraðslæknir, Guðmundur Hannesson bæjarfógeti og Friðrik Hjartar skólastjóri. Erfiðlega gekk að koma á stofnfundi um sumarið því fáir mættu og var þá brugðið á það ráð að fresta stofn- fundi til haustsins. Stofnfundur var haldinn 22. sept- ember. Síðan var boðað til framhaldsfundar þann 6. október og mættu 15 til hans en skráðir stofnfélagar voru 46. Fyrstu stjórnina skipuðu Óli Hertervig, for- maður, Snorri Friðleifsson ritari, Jóhann Þorvalds- son gjaldkeri, Guðmundur Hannesson og Baldvin Þ. Kristjánsson meðstjórn endur. Til skógræktar var valið svæði sunnan Hólstúns og austan Fjarðarár, sem girt hafði verið með öflugri girðingu, steyptum hornstaurum og hliðstaurum á árunum 1933–34. Mun hafa verið sáð birkifræi í óhreyfða jörð á allstóru svæði þar, líklega árið 1934. Þegar Skógræktarfélag Siglufjarðar tók við svæðinu 1942– 43 hafði girðingin orðið fyrir aurskriðum úr Hólshyrnu og skemmst mikið. Á þeim tíma sást smá birki í þéttum runnum en annað ekki og er birkið nú löngu horfið. Á fyrstu árunum, 1941– 48, var mest unnið að trjáa- og blómarækt í görðum einstaklinga – fengnir voru umsjónarmenn til starfa og pantaðar trjáplöntur fyrir einstaklinga hjá Skógrækt ríkisins. Ræktun á því svæði sem valið hafði verið gekk illa og kom þar margt til. Vatnsagi og aurskriður úr Séð inn Hólsdal. Mynd: Einar Gunnarsson

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.