Skógræktarritið - 15.05.2011, Síða 33

Skógræktarritið - 15.05.2011, Síða 33
31SKÓGRÆKTARRITIÐ 2011 Vetrarharka Minnst hefur verið á slæma og góða vetur sem héldu áfram að mæta okkur á nýju svæði. Einn vetur skar sig þó úr hvað skóginn varðar. Veturinn 1994 –95 var sá lengsti og harðasti í elstu manna minni. Síð- asti snjór hvarf ekki af gangstígum í skógræktinni fyrr en átjánda júlí og áfram var snjór í kvosum og dældum. Það sem við okkur blasti þá var yfirþyrm- andi eyðilegging og ég verð að segja eins og var, það lá við að manni féllust hendur. Við höfðum jú séð slæm snjóbrot áður en útkoman þá var minnst þrisv- ar sinnum verri miðað við það sem maður þekkti áður – allir þessir brotnu toppar og afslitnar greinar. Hvað var hægt að gera? Hugsandi til Jóhanns vissi maður það. Það var ekki annað að gera en bíta á jaxlinn og halda áfram. Öll vinna hófst því seinna þetta sumar og miklum tíma varið í að hreinsa upp og fjarlægja verstu skemmdirnar. Var þetta þó að- eins lítill hluti af því sem þarf að gera. Brú, sem hafði verið byggð yfir Leyningsá haustið 1994, sigldi svo nokkrum mánuðum síðar um 100 m leið niður að neðri mörkum skógargirðingar. Hún var þó óbrotin og var svo sett niður á nýjum stað og reynslunni ríkari tókum við hana af ánni fyrir veturinn. Mestu skemmdirnar urðu á Skarðdalskotssvæðinu þar sem stærstu trén voru. Vegna mikillar hreinsunarvinnu og stutts vinnusumars varð lítið sem ekkert um gróðursetningu sumarið 1995. Jóhannslundur Á svæði 3 voru gróðursettar 80 blágreniplöntur sem voru gjöf frá Skógræktarfélagi Íslands og Skógrækt ríkisins til Jóhanns Þorvaldssonar í tilefni 80 ára af- mælis hans þann 16. maí 1989 og mörkuðu þau tré upphaf Jóhannslundar. Þessi tré vaxa vel og dafna á þessum stað. Eftir lát Jóhanns var farið að huga að því að ganga frá lundinum og aðgengi að honum eins og vert var. Á skógardegi 2000 var fastmælum bundið að opna Jóhannslund með formlegum hætti á skógardegi árið eftir. Gert var bílastæði ofan skóg- ræktarinnar til að auðvelda aðkomu og rudd inn- gönguleið inn á litla flöt ofan skógarreitsins, sem hafði verið sléttuð og tyrfð. Á opnunina mættu börn Jóhanns ásamt fleiri fjölskyldumeðlimum og voru þau sérstaklega boðin velkomin, en alls voru gestir um 80 talsins. Við þetta tilefni afhjúpaði elsta barn Jóhanns, Sigríður Jóhannsdóttir, útskorna brík við inngang í lundinn, en hún var unnin af mági Jóhanns, Friðgeiri Jóhannssyni. Eftir ræðuhöld, tónlist og veit- ingar lauk svo skógardeginum með gróðursetningu á 40 stæðilegum plöntum skammt frá lundinum. Samantekt Í meginatriðum ætlum við að vel hafi tekist til við ræktun og aðrar framkvæmdir á Skarðdalssvæðinu. Við erum þess vel meðvitandi að staðsetningin er á mörkum þess mögulega og verðum að laga okkur að þeim aðstæðum. Það hefur þó sannast að með seiglu og þolinmæði er skógrækt möguleg hér. Það er líka margt jákvætt við staðsetninguna. Landslagið er mjög fjölbreytt; hólar og hæðir, kvosir og dældir, melar, móar og mýrlendi og ekki skemmir að hafa Leyningsána syðst með sinn snotra foss sem eins- konar skrautfjöður. Helsta kost svæðisins verður að telja fjölbreytileikann í landslaginu, sem trúlega er óvíða að finna á ekki stærra svæði. Þótt margt reyndist erfitt eru þó mestu erfiðleikarnir að baki og auðveldara að halda áfram reynslunni ríkari. Það þarf enn að bæta ásýnd skógarins og aðgengi með meiri grisjun og stígagerð, þannig að svæðið nýtist betur sem útivistarsvæði með öllu því sem til þarf og það verði enn eftirsóknarverðara að heimsækja svæðið. Lýk ég svo þessari umfjöllun um skógrækt í Siglu- firði með ósk og von um að við munum í framtíðinni bera gæfu til að halda utan um starfið þar og skila skóginum farsællega áfram. Afkomendur Jóhanns ásamt mági hans, Friðgeiri Jóhanns­ syni, við opnun Jóhannslundar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.