Skógræktarritið - 15.05.2011, Page 34

Skógræktarritið - 15.05.2011, Page 34
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201132 Skógarfurur í Skotlandi Loch Claire í Torridon. Snjókrýndur tindur Liathach fyrir miðju. Höfundur Daníel Bergmann Í janúar 2011 fór ég til Skotlands í ljósmyndaferð. Ætlunin var að mynda skoska veturinn sem getur verið snjóþungur og fallegur í norðurhluta landsins. Í desember hafði allt verið á kafi í snjó og erfitt að komast um, því fáförnum vegum er ekki haldið opið ef þeir lokast vegna snjóþyngsla. En í janúar, þegar ég lenti í Glasgow, var allur snjór farinn og hlýindi tekin við. Það var farið að vora um miðjan vetur í skosku hálöndunum. Hlýindin komu svosem ekki á óvart því hvað lofts- lag varðar getur hvað sem er gerst hvenær sem er í Skotlandi, ekki ólíkt og á Íslandi. En það er einmitt ástæða þess að Skotland er einn uppáhaldsstaður margra ljósmyndara því veðrabrigðin mynda einstök birtuskilyrði. Í þessari heimsókn fór ég aðallega um tvö svæði, fyrst í Torridon og síðar í Glencoe. Bæði svæðin eru þekkt fyrir fjalllendi og þar er að finna mestu víðerni Skotlands. Einkennistré þessara svæða, sem og Skot- lands alls, er skógarfuran (Pinus sylvestris). Hún var áður útbreidd í landinu en sökum eyðingar skóga af völdum manna og veðurfars er nú aðeins um 1% eftir af náttúrulegum furuskógum Skotlands. Eins og meðfylgjandi ljósmyndir sýna er skógar- fura afar myndarlegt tré og glæsileg í sínu náttúrlega umhverfi þar sem vötn og vígalegir fjallstindar eru sérkenni landslagsins ásamt furunni sígrænu, þar sem hennar nýtur enn. Skógarfura er nú töluvert notuð í skógrækt í Skotlandi í því skyni að endur- heimta horfna náttúruskóga.

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.