Skógræktarritið - 15.05.2011, Blaðsíða 52

Skógræktarritið - 15.05.2011, Blaðsíða 52
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201150 efnið er styrkt af RANNÍS, Umhverfis- og orku- rannsóknasjóði Orkuveitu Reykjavíkur (UOOR), Reykjavíkurborg og Garðabæ. Markmið verkefnisins er að meta með heildstæð- um hætti virði þjónustu vistkerfa Heiðmerkur með það að leiðarljósi að veita eigendum Heiðmerkur öflugt tæki til ákvarðanatöku og markvissrar stjórn- unar Heiðmerkur og annarra sambærilegra svæða. Í þessum tilgangi var svæðinu skipt í sex afmarkaða verkþætti, þar sem þeir þjónustuþættir sem falla innan hvers verkþáttar voru metnir. Leitast var við að nota þá verðmatsaðferð sem heppilegust er í hverju tilviki og forðast eftir fremsta megni tvítaln- ingu þar sem verðmæti mismunandi þjónustuþátta geta mögulega skarast. Verkþættirnir voru:2 1. virði Heiðmerkur sem uppspretta neysluvatns, 2. virði Heiðmerkur sem fjölnota útivistarsvæði, 3. virði skógarins sem uppspretta kolefnisbind- ingar, viðarnytja og annarra afurða skógarins, 4. virði Elliða- og Vífilsstaðavatns, 5. mikilvægi líffræðilegs og jarðfræðilegs fjöl- breytileika, 6. virði óháð notkun, eða svokallað tilvistargildi. Rétt er að taka það fram áður en lengra er haldið að ekki er öllum þáttum verkefnisins lokið en þeim mun ljúka á næstu mánuðum. Uppspretta neysluvatns Markmið þessa þáttar var að meta til verðs þá þjón- ustu sem Heiðmörk veitir sem uppspretta neyslu- vatns fyrir stóran hluta íslensku þjóðarinnar. Þó svo að neysluvatn sé manninum lífsnauðsynlegt og flestir líti á það sem óendanlega verðmætt er það samt þannig að á Íslandi er að finna umtalsverðan fjölda svæða sem eru vel fallin til neysluvatnstöku. Verðmæti neysluvatnsauðlindarinnar í Heiðmörk felast því í raun og veru í þeim sparnaði sem hlýst af því að þurfa ekki að sækja vatnið annars staðar. Verðmæti neysluvatnsauðlindarinnar var því metið með svokallaðri staðkvæmdaraðferð (replacement cost method). Eftirfarandi skilyrði þurfa að vera uppfyllt til að réttmæta megi notkun staðkvæmdar- aðferðarinnar:3 1. staðkvæmdin þarf að vera jafn góð hvað varðar gæði og magn þjónustu vistkerfisins sem hún leysir af hólmi, 2. staðkvæmdin er ódýrasti valmöguleikinn sem getur komið í staðinn fyrir þjónustu vistkerfisins, 3. notendur eru reiðubúnir að greiða þann kostnað sem hlýst ef þjónustu vistkerfisins nýtur ekki lengur við. Að teknu tilliti til ofangreindra skilyrða varð Engja- dalskvísl fyrir valinu sem staðkvæmd fyrir neyslu- vatnsauðlindina í Heiðmörk. Niðurstöður rann- sóknarinnar sýna að verðmæti þeirrar þjónustu sem Heiðmörk veitir sem uppspretta neysluvatns, byggt á staðkvæmdaraðferð liggur á bilinu 2,8 til 3,2 milljarðar króna á verðlagi ársins 2009 4 og felst það í þeim sparnaði sem hlýst af því að þurfa ekki að sækja drykkjarvatn fyrir höfuðborgarsvæðið úr Engjadalskvísl. Virði útivistarsvæðisins Markmið þessa verkþáttar er að meta til verðs þann ábata sem notendur Heiðmerkur hljóta af útivist á svæðinu. Heiðmörk býður upp á fjölbreytta mögu- leika til útivistariðkunar allan ársins hring og sem dæmi um slíka frístundaiðkun má nefna göngur og hlaup, veiðar, hjólreiðar, hestamennsku, náttúru- skoðun, skíðagöngu, berja- og sveppatínslu auk þess sem svæðið er ákaflega vinsælt á meðal höfuð- borgarbúa til bíltúra. Ábati notenda, eða þau verðmæti sem hljótast af beinni notkun svæðisins til útivistar, er metinn með ferðakostnaðaraðferð. Ferðakostnaðarað- ferðin grundvallast á því að litið er á ferðakostnað notenda sem lágmarksgreiðsluvilja þeirra fyrir að- gangi að útivistarsvæðinu. Notendur geta ekki með neinu móti stundað útivist í Heiðmörk án þess að ferðast þangað og eru því útivistin sjálf og ferðin stuðningsvörur5. Meta má því eftirspurnina eftir útivist í Heiðmörk með því að safna gögnum um ferðavenjur mismunandi notendahópa og um allan þann kostnað sem notendur þurfa að standa straum af til þess að stunda útivistina. Þar með hægt að meta þann velferðarábata sem hlýst af svæðinu sem útivistarsvæði. Sjálft matið á eftirspurnarferlinum er framkvæmt með talningarlíkönum sem taka mið af því hvernig gögnunum var safnað, þ.e. hvort þeim var safnað á staðnum á meðal notenda eða með til- viljanakenndu úrtaki á meðal almennings. Gögnum um frístundaiðkun í Heiðmörk var safnað með þrenns konar hætti; á staðnum, með netkönnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.