Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 72

Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 72
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201170 sprengjuhleðslur hafi lent utan hins afmarkaða æf- ingasvæðis. Skothríðin dundi þaðan til suðausturs og sést víða hvernig molnað hefur úr klettabeltum marga kílómetra þaðan. Einnig voru búin til skot- mörk austan við tjarnirnar úr ýmsu járnadrasli, m.a. vörubílsflaki, og er mest hætta á ósprungnum sprengjum þar í kring. Eitt slíkt svæði er nálægt Skógfellaveginum og ekki fjarri þar sem skátaskálinn var. Draslinu var síðan ýtt ofan í gjár og sprengt eða mokað jarðvegi yfir. Síðan hefur hluti af því komið upp úr jarðveginum vegna frostlyftingar. Gera má ráð fyrir að stærstu sprengjuhleðslurnar hafi borist um 7 km inn á heiðina. Landhelgisgæslumenn hafa teiknað kort af svæð- inu þar sem því er skipt í belti eftir því hvar líklegast er að finna hleðslur af hverri stærð. Þeir hafa einnig gert leitaráætlun og leggja mesta áherslu á að leita með Skógfellaveginum. Þeir töldu mikilvægt að sem flestir þekktu hættuna og þess vegna fær þetta mál nokkurt rými í þessari grein þó svo að æfingasvæðið sé utan við sjálfan skógræktarreitinn.11 Á heræfingu sumarið 1955 kviknaði í mosanum í hrauninu austan tjarnanna og er það svæði ennþá dekkra yfirlitum. Menn reyndu árangurslaust að slökkva í 3 vikur uns skaparinn tók til sinna ráða og lét rigna. Upphaf skógræktar við Háabjalla Árið 1948 fékk Félag Suðurnesjamanna í Reykjavík 15 ha land gefins frá Vogabændum. Í afsali dags. 28. ágúst það ár segir m.a.: „Þar sem Félag Suður- nesjamanna í Reykjavík hefir í hyggju að hefja skóg- rækt og aðrar framkvæmdir á landsvæði suður af svonefndum Háa-Bjalla við Vogastapa, þá afsölum vér undirrituð endurgjaldslaust til Félags Suður- nesjamanna í Reykjavík þeim hluta úr þessu land- svæði sem tilheyrir jörðum okkar.“ Undir bréfið rita eigendur Vogajarða.30 Landið var girt strax 1948 og hófst gróðursetning árið eftir. Land þetta nær frá Háabjalla og að enda Arnarseturshrauns (tunga af því lendir innan girð- ingar) og lenda 1–2 af Snorrastaðatjörnunum innan hennar. Þetta er ákaflega fallegt og fjölbreytt land og hefur eflaust verið hugsað sem útivistarparadís með fjölbreyttum trjágróðri til viðbótar því sem náttúran hafði að bjóða. Undir klettaveggnum (bjallanum) er gott skjól í flestum vindáttum og góð skilyrði fyrir skógrækt. Þar nýtur þó ekki sólar á kvöldin. Göngustígar liggja um skógræktarlandið við Háabjalla. Hér sjást tvær úr stjórn Skógfells, þær Þórdís Símonardóttir og Oktavía J. Ragnarsdóttir. Mynd: SJ 2008

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.