Skógræktarritið - 15.05.2011, Page 81

Skógræktarritið - 15.05.2011, Page 81
79SKÓGRÆKTARRITIÐ 2011 lensku sveppategundirnar sem Helgi fjallar um í Sveppabókinni, en í þeim er auðvitað einnig fjallað um fjölda tegunda sem ekki finnast á Íslandi. Það var því ekki heiglum hent að nýta þessar bækur hér- lendis. Það er ekki síst með samanburði við þessar erlendu sveppabækur sem manni verður ljóst hversu mikið stórvirki Helgi hefur unnið með ritun Sveppa- bókar sinnar. Íslenskar og latneskar nafnaskrár, íðorðaskrá og ýtarlegur heimildalisti um sveppafræði og sveppi á Íslandi í bókarlok auka enn á gildi bókarinnar sem uppflettirits og fræðibókar. Hún er því ekki ritverk sem maður les aðeins einu sinni, heldur bók sem a.m.k. undirritaður hefur tekið fram aftur og aftur og flett upp í. Þessi bók á erindi við alla náttúruunn- endur Íslands og er raunar skyldueign því að hún opnar heilt ríki fyrir okkur, svepparíkið. Fullkomnasta skógarplöntustöð landsins! Barri hf rekur fullkomnustu skógarplöntustöð á Íslandi að Valgerðarstöðum 4 í nágrenni Egilsstaða. Barri er leiðandi fyrirtæki í innleiðingu nýjunga á sviði skógarplönturæktunar og hefur byggt sérhannaða kæli- og frystigeymslu fyrir skógarplöntur. Til sölu verða í vor ýmsar tegundir skógarplantna bæði í pappakössum af frysti og bökkum með plöntun yrvetruðum á hefðbundinn hátt. Barri hf. rekur Gróðrarstöðina á Tumastöðum í Fljótshlíð. Á Tumastöðum verða til sölu estar tegundir skógarplantna og pottaplöntur sem eru ræktaðar hjá fyrirtækinu. Barri selur og sendir skógarplöntur um allt Ísland auk Færeyja og Grænlands. Ræktunargeta Barra er allt að 130 þúsund ölpottabakkar á ári. Barri hf. Valgerðarstaðir 4 • 701 Egilsstaðir • sími: 471 2371 / 899 4371 Tumastaðir • 861 Hvolsvöllur • sími: 481 3171 www.barri.is • barri@barri.is

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.