Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 83

Skógræktarritið - 15.05.2011, Side 83
81SKÓGRÆKTARRITIÐ 2011 á gróðursetningarsvæðunum og þá oft úr rýrum þursaskeggs- og móasefsmóum yfir í gróskumikið gras- og blómlendi. Áfram héldum við för okkar frameftir og virtum fyrir okkur austurhlíðar dalsins, sem eru að stórum hluta að breytast í skóglendi. Segja má að þetta skóglendi sé að mestu samfellt frá landi Hrafnkels- staða í norðri og inn í land Sturluflatar í Suðurdal. Samtals er lengd skóglendisins um 15 km og flatar- mál um 6–700 hektarar. Við létum staðar numið í landi Víðivallagerðis, næst innsta bæ í austanverðum Suðurdal. Þar skoð- uðum við meðal annars nýlega grisjaða lerkiskóga sem gróðursettir voru upp úr 1980 í svokallaðri Fljótsdalsáætlun, forvera Héraðsskóga. Gaman var að sjá nýgrisjaða lerkiskógana og hversu beinvaxið og gallalítið lerkið er á þessu svæði. Frá Völlum að Skeggjastöðum Næsti áfangastaður var á Völlum í landi Gunnlaugs- staða og Strandar. Þar keyrðum við á skógarvegum sem leið lá upp á Strandarhálsinn. Þar blöstu við víðáttumiklar gróðursetningar, að stærstum hluta frá árunum 1991 til 1994. Svæðið er víða áveðurs og hvortveggja rýrt og þurrt. Samt sem áður spjara lerkið og stafafuran sig ótrúlega vel þótt vöxtur og form sé ekki sambærilegt við það sem við sáum inni í Fljótsdal. Einnig var skemmtilegt að sjá hversu vel skógurinn fellur að landslaginu þar sem hann liðar sig inn á milli gróðurlausra klapparsvæða, mýrlendis og annarra votlendissvæða. Þegar komið var niður Helgi við rússalerki gróðursett 1991. Helgi og Jóhann við vörtubirki gróðursett 1993. Nýlega grisjað lerki í Víðivallagerðisskógi.

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.