Skógræktarritið - 15.05.2011, Síða 92

Skógræktarritið - 15.05.2011, Síða 92
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201190 Síberíulerki er einn besti barrviðurinn sem við getum ræktað. Í honum er nokkur náttúruleg fúa- vörn og aðeins 10–40 ystu árhringir eru rysja, en til samanburðar eru t.d. 20–80 ystu árhringir rysja í skógarfuru. Hægt er að fúaverja lerki og furu þar sem frumu- æðar haldast opnar eftir þurrkun. Frumur grenis lokast hins vegar og taka lítt við fúavarnarefnum. Þessar barrviðartegundir henta því til notkunar utanhúss. Fura þornar hratt í klæðningu, lerki er með fúavörn og greni lokar æðum, sem hindrar árás niturbrotsörvera. Sitkagreni er dæmi um tré sem getur vaxið hratt og myndar beina boli. Viður þess er ekki þægilegur í vinnslu, einkum vegna þess að mikill munur er á viði í greinum (kvistir í unnu timbri) og bol. Stafafura er oft með stórar greinar sem einnig virka truflandi í viðarvinnslunni. Grisjunarvið barrtrjáa má nýta í marga hluti. Það er t.d. góður markaður fyrir smáhýsi í görðum landsmanna, skjólgirðingar eru vinsælar og bæði timbur-og steinhús þarf að klæða. Þessi markaður hefur verið mettaður af ódýru timbri frá Eystrasalts- löndunum, en grisjunarviðurinn hefur varla verið nýttur í þess háttar verk. Um barrvið verður ekki meira fjallað að þessu sinni heldur reynt að vekja athygli á viði lauftrjáa, en þar er verðmætan við að finna. Þau lauftré sem við getum ræktað með góðu móti til smíða eru alla vega birki, reynir, alaskaösp, blæösp, gráelri og fáeinar víðitegundir, svo sem selja, alaskavíðir og viðja. Þar að auki má líklega rækta garðahlyn og gullregn til viðarnytja. Sérhver tegund hefur kosti og galla sem smíðaviður. Í lauftrjám verður hlutfall sumarviðar hátt ef vaxtarskilyrði eru góð og lauftré sem vaxa við góðar aðstæður mynda oft betri við en þau sem vaxa við slæmar. Viður lauftrjáa hefur líka marga kosti um- fram barrvið og flestum þykir sá viður fallegri. Í lauftrjám eru margar frumugerðir. Frumur eru styttri en í barrtrjám, 1–2 mm og oddmjóar. Lifandi frumur eru á víð og dreif í annars dauðum viði. Vatn er að mestu flutt í sérstökum vatnsæðum sem oft sjást með berum augum. Annað einkenni í mörgum lauftrjám er að merggeislar sem liggja frá kjarna og út að berki eru oft sýnilegir berum augum. Merg- geislar barrtrjáa eru hins vegar yfirleitt ósýnilegir. Í lauftrjám er „lítill“ munur á viði í greinum og stofni og greinar (kvistir) eru oft til fegurðarauka. Íslensku lauftrén sem hráefni til smíða Lauftrén sem vaxa hér á landi eru ekki með mikla náttúrulega fúavörn og henta því yfirleitt ekki til notkunar utanhúss þar sem raki er. Til að fúasveppir geti vaxið í tré þarf vatnsinnihald þess að vera yfir u.þ.b. 20%. Vatn í viði sem er í regnvari eða innan- hús fellur fljótt undir þau mörk og eftir það endist viðurinn mjög lengi. Við lauftrjáa má líma með öllum límgerðum og hægt er að fúaverja þau flest. Sumar tegundir henta með matvælum. Ösp, birki og elri gefa lítið bragðefni frá sér. Í birki er efnið betulin sem hindrar bakteríuvöxt. Það er hentugt ef t.d. á að nota ílátið undir mjólkurafurðir eða í leik- föng. Ösp, víði og hlyn er hægt að beygja mikið eftir hitun í gufubaði og móta í margs konar form. Þegar viður er geymdur lengi jafnast út spenna sem er í viðnum. Ef nota á viðinn í mjög sérstakan hlut, svo sem hljóðfæri, þarf að geyma viðinn lengi áður en smíðað er úr honum. Birki Birki er framúrskarandi viður innanhúss. Hann er mun sterkari en viður grenis og furu og auðvelt er að vinna hann. Birki hentar í smáa límtrésbita (t.d. í húsgögnum) og birkikrossviður er einn besti krossviður sem völ er á. Rýrnun viðar við þurrkun er tiltölulega mikil. Yfirleitt er birki ljós viður, en verðmætir bútar finnast svo sem eldtungur og augn- viður (sjá síðar). Viður birkis er verslunarvara, sem Birki hentar vel í rennda og tálgaða hluti.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.