Skógræktarritið - 15.05.2011, Page 95
93SKÓGRÆKTARRITIÐ 2011
Myndirnar sýna hin sterku einkenni reyniviðar. T.v. er reyniviðarskál og t.h. er hluti af borði úr reyniviði þar sem birki
er rennt inn á milli. Takið eftir hve reyniviðurinn er mikið dekkri en birki og dökkbrúnar línur áberandi.
Reyniviðarbikar á reyniviðarborði. Ungur reyniviður
getur verið ljós með mjög dökkan kjarna, eins og sést í
bikarnum. Borðið er úr gömlum reyniviði.
Fáar viðartegundir eru eins harðar eftir þurrkun
og reyniviður, en viðurinn er ásamt gullregni mesti
„harðviður“ sem vex hér á landi.
Viðurinn er mismunandi á lit, frá ljósu að dökku,
árhringir eru frekar ógreinilegir og mikið er um
brúnar rendur. Kjarnviður er mismikill milli trjáa
og fylgir ekki alveg árhringjum. Reyniviður rýrnar
nokkuð mikið við þurrkun og því er erfitt að þurrka
heila trjáboli. Lítil náttúruleg fúavörn er í viðnum
og reyniviðurinn endist sérlega illa í jarðvegi. Hann
hentar hins vegar vel í rennsli og húsgögn því að
sveigju- og höggþol er mikið.
Reynir virðist vera vel aðlagaður íslenskum veður-
farsaðstæðum. Hann þroskar t.d. alltaf fræ og laufg-
ast og fellur laufblöð á eðlilegum tíma. Tegundin
hefur verið lengi í landinu og vex um allt land.
Umhverfið hefur áhrif á trjávið
Það eru ekki aðeins viðartegundir sem skipta máli
þegar viður er valinn til smíða.
Umhverfisþættir hafa mikil áhrif á viðinn og við
ýmis konar umhverfisáreiti myndast verðmætir
bútar. Klofnir stofnar eru t.d. algengir í lauftrjám.
Fyrir neðan skiptingu bolsins má ganga að því vísu
að skrautlegar viðargerðir sé að finna.
Kýli og óreglulegur vöxtur mynda oft óvenjulegar
viðargerðir og áhugaverðar litabreytingar verða í
viði við árás sveppa, skordýra og baktería. Norna-
vendir myndast t.d. við sveppasýkingu. Þar myndast
í sífellu á sama stað nýjar greinar sem á endanum
vaxa saman og er viðurinn sem myndast veikur en
skrautlegur.
Þar sem mikil útvöxtur er fyrir neðan greinar en
dæld fyrir ofan, verða árhringir sveigðir og óreglu-
legir og mynda oft speglun. Með því að saga slíka
búta úr bolnum þvert á radíus má varðveita og nýta
speglunina í þeim hlut sem smíða á.
Við markaðssetningu er gott að vísa til þess sér-
stæða, þar sem það kann að gefa tekjur í framtíð-
inni, ekki það sem er til alls staðar. Markaður fyrir
innlenda framleiðslu úr trjáviði er líklega til, það
þarf bara að finna hann, og ef svo er ekki þarf að
búa hann til.
Reynir hefur alla burði til að verða ,,íslenska tréð”
í húsgagnaframleiðslu. Sá viður er hvergi á markaði
að neinu ráði. Tegundin er auðræktanleg í frjóum
jarðvegi og nóg er um bein og stórvaxin tré til að
nota í kynbótum. Breytileiki í viðarlit er einnig kost-
ur ef litið er til kynbótastarfs. Þeir sem rækta skóg
mættu hafa þetta í huga.