Skógræktarritið - 15.05.2020, Page 6
SKÓGRÆKTARRITIÐ 20204
enn órjúfanlega tengd áhuga Vigdísar á
landgræðslu, skógrækt og náttúruvernd.
Þekktur er sá siður sem hún tók upp
sem forseti að gróðursetja þrjú tré í þeim
byggðum sem hún heimsótti – eitt fyrir
strák, eitt fyrir stelpu og eitt fyrir ófæddu
börnin. Enda lagði Vigdís ávallt mikla
áherslu á uppeldislegt gildi þess að kenna
börnum gildi ræktunar og virðingu fyrir
náttúrunni.
Ástríða Vigdísar fyrir skógrækt var
snemma vel metin af skógræktarfólki
og var Vigdís gerð að heiðursfélaga
Skógræktarfélags Íslands á aðalfundi
félagsins árið 1984, þar sem Vigdís var
Skógræktarfélag Íslands fagnar 90 ára
afmæli sínu í ár, en það var stofnað á
Alþingishátíðinni á Þingvöllum hinn
27. júní 1930. Rúmlega tveimur mánuðum
fyrr, þann 15. apríl, fæddist lítil stúlka í
Reykjavík sem átti eftir að hafa mikil áhrif
á starf félagsins og veg skógræktar á Íslandi
almennt. Hún hét Vigdís Finnbogadóttir
og varð töluvert síðar þekkt um allan heim
sem fyrsti þjóðkjörni kvenforseti heims.
Í ávarpi á einum viðburða Skógræktar-
félags Íslands varð Vigdísi að orði „Ung
gafst ég skógrækt“ og kemur það engum
sem til starfa hennar þekkir á óvart –
forsetatíð Vigdísar var alla tíð og er
Skógarkonan Vigdís
Vigdís Finnbogadóttir í Vigdísarrjóðri nefndu eftir henni í Fossselskógi, á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands árið 2017.
Með henni er Agnes Þórunn Guðbergsdóttir, formaður Skógræktarfélags S-Þingeyinga, sem var gestgjafi fundarins.
Mynd: RF