Skógræktarritið - 15.05.2020, Side 12
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202010
og þurfti að vinna hratt. Ráðgert var að
stofna Skógræktarfélag Íslands á Alþingis-
hátíðinni í lok júní sama ár. Svo einkenni-
lega vildi til að Jón Rögnvaldsson boðaði
til fundar á Akureyri 11. maí, daginn
áður en fyrsti fundur nefndarinnar var
haldinn. Á þessum fundi var Skógræktar-
félag Íslands stofnað. Þetta kom öllum á
óvart og skildu menn ekki hvað Jóni gekk
til. Ákveðið var að hvika hvergi og halda
áfram eins og ekkert hefði í skorist. Send
voru hvatningabréf til um 2.000 manns um
allt land og rituðu 40 þekktir Íslendingar af
báðum kynjum undir bréfið. Margir gáfu
vilyrði fyrir því að ganga í félagið og leggja
því til fjármuni. Ákveðið var að setja upp
sérstakt tjald á Þingvöllum og ganga til
stofnunar félagsins á milli skemmti-
atriða, sem hluti af dagskrá Alþingis-
hátíðarinnar. Þegar dagskrá fyrsta hátíðar-
dagsins riðlaðist vegna hrakviðris var ljóst
að færa þyrfti stofnfundinn til. Var ákveðið
að halda hann í Stekkjargjá, skammt
norðan við Öxarárfoss. Það mættu ekki
nema 60 manns af öllum mannfjöldanum,
en stofnfundurinn fór fram klukkan 22:00
að kvöldi.
Helstu markmið
Rúmlega 300 manns gerðust stofnfélagar
á Alþingishátíðinni. Skógræktarfélagi
Íslands bárust fjárgjafir úr ýmsum áttum
og veitti ríkisstjórnin góðan fjárstuðning.
Undirbúningsnefndin hafði m.a. gert tillögu
að lögum félagsins sem voru samþykkt á
stofnfundinum. Tilgangur félagsins var
að „Klæða landið trjágróðri, eftir því sem
unnt er.“ Skógræktarfélagið ætlaði að ná
þessum tilgangi með því:
a) að auka þekkingu og áhuga almennings
á trjáræktunarmálum.
b) að veita leiðbeiningar í öllu er að
trjárækt lýtur.
c) að koma á stöðvum í öllum landsfjórð-
ungum, þar sem aldar séu upp
trjáplöntur, sem mönnum gefist kostur á
að fá til gróðursetningar.
virtust þrífast vel. Einnig birtist grein eftir
hann í vestur-íslenska blaðinu Lögberg
sem gefið var út í Kanada. Sigurður og
Jón Rögnvaldsson garðyrkjumaður hittust
veturinn 1929 til 1930 og ræddu nauðsyn
þess að stofna skógræktarfélag. Sigurður
hafði kynnt sér skógrækt í Noregi fyrir
aldamótin og skoðað skóga í Fnjóskadal, en
hann ólst upp á Draflastöðum í Fnjóskadal.
Hann var forgöngumaður um skógrækt á
Akureyri og seinna á Hólum í Hjaltadal.
Jón Rögnvaldsson hafði dvalið í Ameríku
og kynnst því hvernig skógar geta þrifist
við óblíð kjör. Vestur-Íslendingurinn Björn
Magnússon ritaði nokkrar greinar í blöð
um skógrækt á Íslandi og var í sambandi
við málsmetandi menn í Vesturheimi.
Hann var fátækur fiskimaður og gat ekki
stutt skógræktarstarfið fjárhagslega, en
með skrifum sínum gerði hann mikið
gagn. Vestur-Íslendingar stofnuðu félagið
Vínlandsblómið sem hafði það markmið að
styðja við skógrækt á Íslandi. Bird and Tree
Club í New York vildi gefa trjáplöntur til
gróðursetningar í tilefni af Alþingis-
hátíðinni 1930. Svarbréf var sent til félagsins
frá málsmetandi Íslendingum og lagt til að
félagið útvegaði frekar trjáfræ, sem hentug
væru til sáningar á Íslandi, sem varð raunin.
Stofnfundur á Þingvöllum
Á aðalfundi Íslandsdeildar norrænna
búvísindamanna, sem haldinn var 10. maí
1930, lagði Sigurður Sigurðsson til að
félagið beitti sér fyrir stofnun skógræktar-
félaga víðsvegar á landinu. Þessi tillaga
hafði þá þegar verið borin undir ráðamenn,
þingmenn og ríkisstjórnina og fékk
hvarvetna góðan hljómgrunn. Á fundinum
las Pálmi Einarsson ráðunautur upp
frumvarp að lögum fyrir Skógræktarfélag
Íslands, sem búið var að semja. Samþykkt
var að Íslandsdeild norrænna búvísinda-
manna gengist fyrir stofnun skógræktar-
félags. Sett var á laggirnar fimm manna
undirbúningsnefnd, sem fékk fleiri til liðs
við sig. Hún hélt sinn fyrsta fund 12. maí