Skógræktarritið - 15.05.2020, Side 14

Skógræktarritið - 15.05.2020, Side 14
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202012 Íslenskur reyniviður sýndi þokkalegan vöxt en silfurreyniplönturnar stóðu sig mun betur. Fjallafurur héldu velli og sitkagreni- plöntur frá Kyrrahafsströnd Norður- Ameríku lofuðu góðu fyrstu árin. Þarna var unnið að skógrækt og uppeldi trjáplantna af miklum krafti næstu árin. Hákon Bjarnason hafði veg og vanda að þessu starfi og hélt um stjórnartauma á meðan Skógræktarfélagið hafði reitinn á sínum snærum. Skipulagður var skógarlundur í norðausturhluta stöðvarinnar og skjólbelti gróðursett miðsvæðis. Á meðan heimsstyrj- 220 manns sem greiddu félagsgjöld og gátu því með réttu talist stofnfélagar. Þetta gæti helgast að því að það voru erfiðir tímar, fjármálakreppan sem brast á í kjölfar verðbréfahrunsins á Wall Street haustið 1929 lét til sín taka hér á landi sem annarsstaðar. Verðfall á mörkuðum hafði sín áhrif, hátíðar- og hrifningarvíman rann fljótlega af mönnum og áhuginn hvarf sem dögg fyrir sólu. Hugsjónirnar þokuðu fyrir öðrum áhyggjum og meira aðkallandi úrlausnarefnum. Þegar félaga- talið var birt árið 1932 reyndust 223 hafa greitt árgjaldið. Þremur árum seinna, árið 1935, voru þeir orðnir 364 og þegar félagið fagnaði tíu ára afmælinu árið 1940 voru félagsmennirnir 627 talsins. Gróðrarstöð í Fossvogi Stjórn félagsins hófst strax handa við að reyna að tryggja land til að koma upp skógarreit og ræktunarstöð. Árið 1931 var óskað eftir því að félagið fengi spildu úr landnámsjörðinni Reykjum í Ölfusi fyrir trjáræktarreit. Ríkið hafði keypt þetta fyrrum stórbýli og kirkjustað árið 1930 í því skyni að nýta jarðhitann og starfrækja þar margskonar stofnanir. Skógræktar- félagið fékk ekki landspilduna sem óskað var eftir, en á Reykjum var komið upp gróðrarstöð vorið 1932 og vinnu- og hressingarhæli fyrir berklasjúklinga tók þar til starfa 1933. Garðyrkjuskóli ríkisins var síðan settur á laggirnar á Reykjum árið 1938. Næst leitaði stjórn Skógræktarfélags Íslands til bæjarstjórnar Reykjavíkur og óskaði eftir landi undir gróðrarstöð. Knud Zimsen borgarstjóri tók erindinu mjög vel og nokkrum dögum síðar samþykkti bæjarstjórnin að afhenda félaginu 9 ha land neðst í Fossvogi til eignar og umráða. Landið var afhent endurgjaldslaust 6. ágúst 1932. Sama haust var landið girt og ræktun hófst vorið eftir. Birkiplöntur frá Hallormsstað sem gróðursettar voru þetta vor tóku vel við sér en birkitré frá Vöglum í Fnjóskadal spjöruðu sig ekki eins vel. Stafafura blómstrar að vori í Reykholtsskógi, einum skógarreita Skógræktarfélags Borgarfjarðar. Stafafura hefur verið töluvert gróðursett af skógræktarfélög- unum, enda þrífst hún vel hérlendis. Mynd: Ragnhildur Freysteinsdóttir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.